Mikil fyrirhöfn fyrir fáa skóla Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. september 2015 11:00 Upplýst var um það í gær að Menntamálastofnun stefni að því að bjóða næsta vor nýtt hæfnispróf sem framhaldsskólar geti nýtt sér við inntöku nemenda. Allmörgum spurningum er enn ósvarað um málið, en í fljótu bragði virðist sem í einhverri mynd standi til að hverfa til fyrri tíma þegar nemendur tóku samræmt próf við lok grunnskólanáms. Forsvarsmenn flestra grunnskóla virðast hins vegar langflestir fyrst hafa frétt af þessum fyrirætlunum þegar umfjöllun blaðsins birtist. Nánari útfærsla liggur því ekki á lausu, hvorki um hvaða þættir það séu sem þessu prófi sé ætlað að mæla, eða hvar prófið skuli þreytt. Af spjalli við skólafólk má helst ráða að það telji að framhaldskólarnir sem kjósa að nýta sér þetta próf muni sjálfir standa fyrir próftökunni. Það vekur í sjálfu sér aftur ótal spurningar, svo sem um hvernig gæta eigi jafnræðis milli þeirra nemenda sem vilja taka þetta próf og hvort þeir þurfi þá að þeytast á milli framhaldsskólanna sem þeir helst vilja sækja til að taka hjá þeim sama hæfnisprófið. Standi á annað borð til að nemendur taki, við lok grunnskólanáms að vori, samræmt próf til að meta hæfni þeirra í framhaldsskóla þá hefði maður talið eðlilegast að valinn yrði til próftökunnar einn dagur og notuð sú aðstaða sem fyrir hendi er í grunnskólunum. En um leið má velta fyrir sér til hvers sé lagt upp í þennan leiðangur því flestir skólar landsins eru ekkert í þessum vandræðum við að velja nemendur í skóla sína. Þar komast velflestir að sem vilja og verkefnið helst að hjálpa nemendum að velja sér nám og námsleiðir sem best falla að getu þeirra. Í velflestum skólum er nefnilega verið að hjálpa ungu fólki sem misvel er statt til þess að standa sig og ljúka framhaldsnámi. Því er ekki laust við að sá grunur vakni að hæfnisprófi þessu sé helst ætlað að hjálpa þeim skólum sem leggja áherslu á bóknám og hafa fleytt rjómann þegar kemur að því að velja inn þá nemendur sem hæstar hafa einkunnir. Sé sú raunin er fyrirhöfnin allmikil til að leysa lúxusvanda fárra skóla. Þá er ekki að undra að forsvarsmenn grunnskóla séu hugsi yfir þessum fyrirætlunum en í þeim er að ljúka viðamikilli og metnaðarfullri vinnu við breytingar á námsmati, þar sem bæði er tekið upp bókstafskerfi við einkunnagjöf og bætt inn í námsmatið margvíslegum einstaklingsbundnum þáttum, sem tengjast félagslegri hæfni nemenda. Þarna kunna að koma fram kostir sem hjálpað geta nemendum sem kannski hefðu fengið lakari einkunn út úr prófinu einu saman, þótt viðbótarkröfur bætist við hjá einhverjum, sem kannski eru góðir á bókina, en síður samskiptum. Í öllu falli væri vel skiljanlegt ef upp úr einhverjum skólastjóranum dytti spurningin um hvers vegna væri verið að djöflast í öllum þessum breytingum ef ætlunin sé svo að taka upp inntökupróf í framhaldsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun
Upplýst var um það í gær að Menntamálastofnun stefni að því að bjóða næsta vor nýtt hæfnispróf sem framhaldsskólar geti nýtt sér við inntöku nemenda. Allmörgum spurningum er enn ósvarað um málið, en í fljótu bragði virðist sem í einhverri mynd standi til að hverfa til fyrri tíma þegar nemendur tóku samræmt próf við lok grunnskólanáms. Forsvarsmenn flestra grunnskóla virðast hins vegar langflestir fyrst hafa frétt af þessum fyrirætlunum þegar umfjöllun blaðsins birtist. Nánari útfærsla liggur því ekki á lausu, hvorki um hvaða þættir það séu sem þessu prófi sé ætlað að mæla, eða hvar prófið skuli þreytt. Af spjalli við skólafólk má helst ráða að það telji að framhaldskólarnir sem kjósa að nýta sér þetta próf muni sjálfir standa fyrir próftökunni. Það vekur í sjálfu sér aftur ótal spurningar, svo sem um hvernig gæta eigi jafnræðis milli þeirra nemenda sem vilja taka þetta próf og hvort þeir þurfi þá að þeytast á milli framhaldsskólanna sem þeir helst vilja sækja til að taka hjá þeim sama hæfnisprófið. Standi á annað borð til að nemendur taki, við lok grunnskólanáms að vori, samræmt próf til að meta hæfni þeirra í framhaldsskóla þá hefði maður talið eðlilegast að valinn yrði til próftökunnar einn dagur og notuð sú aðstaða sem fyrir hendi er í grunnskólunum. En um leið má velta fyrir sér til hvers sé lagt upp í þennan leiðangur því flestir skólar landsins eru ekkert í þessum vandræðum við að velja nemendur í skóla sína. Þar komast velflestir að sem vilja og verkefnið helst að hjálpa nemendum að velja sér nám og námsleiðir sem best falla að getu þeirra. Í velflestum skólum er nefnilega verið að hjálpa ungu fólki sem misvel er statt til þess að standa sig og ljúka framhaldsnámi. Því er ekki laust við að sá grunur vakni að hæfnisprófi þessu sé helst ætlað að hjálpa þeim skólum sem leggja áherslu á bóknám og hafa fleytt rjómann þegar kemur að því að velja inn þá nemendur sem hæstar hafa einkunnir. Sé sú raunin er fyrirhöfnin allmikil til að leysa lúxusvanda fárra skóla. Þá er ekki að undra að forsvarsmenn grunnskóla séu hugsi yfir þessum fyrirætlunum en í þeim er að ljúka viðamikilli og metnaðarfullri vinnu við breytingar á námsmati, þar sem bæði er tekið upp bókstafskerfi við einkunnagjöf og bætt inn í námsmatið margvíslegum einstaklingsbundnum þáttum, sem tengjast félagslegri hæfni nemenda. Þarna kunna að koma fram kostir sem hjálpað geta nemendum sem kannski hefðu fengið lakari einkunn út úr prófinu einu saman, þótt viðbótarkröfur bætist við hjá einhverjum, sem kannski eru góðir á bókina, en síður samskiptum. Í öllu falli væri vel skiljanlegt ef upp úr einhverjum skólastjóranum dytti spurningin um hvers vegna væri verið að djöflast í öllum þessum breytingum ef ætlunin sé svo að taka upp inntökupróf í framhaldsskóla.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun