Innlent

Formaður félags íslenskra lyflækna: Ömurlegt að fylgjast með þessu máli

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Runólfur Pálsson formaður Félags íslenskra lyflækna segir að dómur héraðsdóms í máli Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur sem fær ekki lyfið Harvoni við lifrarbólgu C, sé sorglegur og nái ekki utan um kjarna málsins. Þær stofnanir sem að málinu komið hafi kannski ekki brotið lög en þær valdi ekki hlutverki sínu. Það þurfi að kalla tafarlaust eftir breyttum vinnubrögðum þeirra stofnana sem komi að innleiðingu nýrra lyfja.
Runólfur Pálsson formaður Félags íslenskra lyflækna.Vísir/Anton
Hann segir spennandi að sjá hvaða afstöðu hæstiréttur taki. Hann hljóti að taka meira tillit til mannréttinda í sínum dómi. Hliðstæð mál muni koma upp á næstu árum.

Málið sé forkastanlegt og ömurlegt að fylgjast með framvindu þess. Það eigi að vera hægt að leysa málið án atbeina dómstóla og fjárveitingavaldsins og stofnanir sem að málinu komið eigi að ráða við það. Þetta mál snúist um forgangsröðun. Þarna sé á ferðinni alvarlegur sjúkdómur og lyfið eigi einfaldlega eigi að vera framar en margt annað sem verið er að greiða fyrir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×