Vatnsberinn þunga-miðja og leiðarstef Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 13:00 „Verkin á sýningunni tengjast öll vatnsberanum á einhvern hátt,“ segir Harpa. Vísir/GVA „Þegar kvennafrídagurinn 1975 var haldinn ákváðu konur að útbúa plakat og á það völdu þær Vatnsberann eftir Ásmund Sveinsson, fannst það táknrænt fyrir sögu og baráttu kvenna. Þess vegna er Vatnsberinn þungamiðja og leiðarstef sýningarinnar sem við setjum upp nú til að minnast þess að hundrað ár eru frá því konur fengu í fyrsta skipti að hafa áhrif á Alþingi Íslendinga,“ segir Harpa Björnsdóttir myndlistarmaður. Hún stjórnar sýningunni Vatnsberinn Fjall+Kona í Ásmundarsafni við Sigtún.Öll verkin á sýningunni tengjast vatni. Þetta er Brunnur eftir Daníel Magnússon.Sjö myndlistarmenn eiga verk á sýningunni, fyrir utan Ásmund, og verkin tengjast vatnsberanum á margvíslegan hátt. „Ég valdi listamennina bæði út af verkum sem ég hafði séð eftir þá og sumir gerðu sérstök verk fyrir sýninguna,“ segir Harpa. Vatnsberinn hans Ásmundar var umdeilt verk á sínum tíma. Þegar til stóð að setja það upp á mótum Bankastrætis og Lækjargötu árið 1948 risu upp mótmælendur, töluðu um vatnskerlingu og þótti hún of herðasigin, læradigur og langt í frá nógu lagleg. Sex árum síðar var styttan afhjúpuð í garði Ásmundar við Sigtún.Við opnun sýningarinnar á morgun klukkan 16 ætlar Nýlókórinn að flytja verkið Klessulist eftir Hörpu, undir stjórn Snorra Sigfúsar Birgissonar. „Nýlókórinn er ekki hefðbundinn kór. Hann syngur ekki heldur flytur hljóðljóð,“ segir Harpa og kveðst vona að verkið kalli fram hughrif sem tengist deilunum um Vatnsberann. Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þegar kvennafrídagurinn 1975 var haldinn ákváðu konur að útbúa plakat og á það völdu þær Vatnsberann eftir Ásmund Sveinsson, fannst það táknrænt fyrir sögu og baráttu kvenna. Þess vegna er Vatnsberinn þungamiðja og leiðarstef sýningarinnar sem við setjum upp nú til að minnast þess að hundrað ár eru frá því konur fengu í fyrsta skipti að hafa áhrif á Alþingi Íslendinga,“ segir Harpa Björnsdóttir myndlistarmaður. Hún stjórnar sýningunni Vatnsberinn Fjall+Kona í Ásmundarsafni við Sigtún.Öll verkin á sýningunni tengjast vatni. Þetta er Brunnur eftir Daníel Magnússon.Sjö myndlistarmenn eiga verk á sýningunni, fyrir utan Ásmund, og verkin tengjast vatnsberanum á margvíslegan hátt. „Ég valdi listamennina bæði út af verkum sem ég hafði séð eftir þá og sumir gerðu sérstök verk fyrir sýninguna,“ segir Harpa. Vatnsberinn hans Ásmundar var umdeilt verk á sínum tíma. Þegar til stóð að setja það upp á mótum Bankastrætis og Lækjargötu árið 1948 risu upp mótmælendur, töluðu um vatnskerlingu og þótti hún of herðasigin, læradigur og langt í frá nógu lagleg. Sex árum síðar var styttan afhjúpuð í garði Ásmundar við Sigtún.Við opnun sýningarinnar á morgun klukkan 16 ætlar Nýlókórinn að flytja verkið Klessulist eftir Hörpu, undir stjórn Snorra Sigfúsar Birgissonar. „Nýlókórinn er ekki hefðbundinn kór. Hann syngur ekki heldur flytur hljóðljóð,“ segir Harpa og kveðst vona að verkið kalli fram hughrif sem tengist deilunum um Vatnsberann.
Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira