Sögulegt og listrænt 19. janúar 2015 13:00 „Nokkrar af þessu myndum sýndi ég á Endurkasti, samsýningu Félags íslenskra samtímaljósmyndara árið 2012, en þetta er heildardæmið,“ segir Bragi Þór. Vísir/GVA „Mér fannst hin eyðilega herstöð í Keflavík frábært umhverfi til að mynda, bæði vegna sögulegs samhengis og listrænna möguleika. Þetta tvennt reyndi ég að sameina,“ segir Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari sem hefur opnað sýninguna Varnarliðið í Ljósmyndasafni Íslands. Bragi hóf að mynda svæði varnarliðsins í Keflavík skömmu eftir að herinn hafði yfirgefið stöðina árið 2006 og hélt því áfram allt fram á árið 2008.Engar kvikmyndasýningar úr villta vestrinu meir, ekki einu sinni „bráðum“.Mynd/Bragi Þór Jósefsson„Fyrst þegar ég fór þarna suður eftir var ég með Tinna Sveinssyni sem var ritstjóri Húsa og híbýla þá. Síðan fór ég margar ferðir, fékk leyfi hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar sem sá um svæðið og fékk að skoða allt sem mig langaði,“ segir Bragi Þór sem kveðst geta fullyrt að enginn eigi aðrar eins myndir. „Reyndar kom einn erlendur ljósmyndari einu sinni eða tvisvar en enginn á svona safn og þetta er eitthvað sem aldrei verður hægt að mynda aftur.“Á heiðinni Svæði varnarliðsins var rammlega girt af og enginn komst þangað öðruvísi en um vaktað hlið – nema fuglinn fljúgandi.Mynd/Bragi Þór JósefssonHerstöðin á Miðnesheiði var reist af Bandaríkjaher árið 1951 eftir að Bandaríkjamenn og Íslendingar gerðu með sér varnarsamkomulag. Þar voru um 5.700 manns þegar mest var. Á svæðinu voru verslanir, skólar, sjúkrahús, kvikmyndahús, íþróttahús og skemmtistaðir auk íbúðarhúsa og hernaðarmannvirkja. Svæðið var lokað og þar var allt með öðru sniði en Íslendingar áttu að venjast. Stöðinni var lokað árið 2006 og Bandaríkjamenn yfirgáfu landið eftir 55 ára hersetu. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Mér fannst hin eyðilega herstöð í Keflavík frábært umhverfi til að mynda, bæði vegna sögulegs samhengis og listrænna möguleika. Þetta tvennt reyndi ég að sameina,“ segir Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari sem hefur opnað sýninguna Varnarliðið í Ljósmyndasafni Íslands. Bragi hóf að mynda svæði varnarliðsins í Keflavík skömmu eftir að herinn hafði yfirgefið stöðina árið 2006 og hélt því áfram allt fram á árið 2008.Engar kvikmyndasýningar úr villta vestrinu meir, ekki einu sinni „bráðum“.Mynd/Bragi Þór Jósefsson„Fyrst þegar ég fór þarna suður eftir var ég með Tinna Sveinssyni sem var ritstjóri Húsa og híbýla þá. Síðan fór ég margar ferðir, fékk leyfi hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar sem sá um svæðið og fékk að skoða allt sem mig langaði,“ segir Bragi Þór sem kveðst geta fullyrt að enginn eigi aðrar eins myndir. „Reyndar kom einn erlendur ljósmyndari einu sinni eða tvisvar en enginn á svona safn og þetta er eitthvað sem aldrei verður hægt að mynda aftur.“Á heiðinni Svæði varnarliðsins var rammlega girt af og enginn komst þangað öðruvísi en um vaktað hlið – nema fuglinn fljúgandi.Mynd/Bragi Þór JósefssonHerstöðin á Miðnesheiði var reist af Bandaríkjaher árið 1951 eftir að Bandaríkjamenn og Íslendingar gerðu með sér varnarsamkomulag. Þar voru um 5.700 manns þegar mest var. Á svæðinu voru verslanir, skólar, sjúkrahús, kvikmyndahús, íþróttahús og skemmtistaðir auk íbúðarhúsa og hernaðarmannvirkja. Svæðið var lokað og þar var allt með öðru sniði en Íslendingar áttu að venjast. Stöðinni var lokað árið 2006 og Bandaríkjamenn yfirgáfu landið eftir 55 ára hersetu.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira