Fór inn á Facebook-aðgang fyrrverandi sambýliskonu og birti myndefni af henni fáklæddri og naktri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2015 16:41 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða þann 16. september. Vísir/Rósa Karlmaður á Vestfjörðum hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða í september fyrir gróf og niðurlægjandi brot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Fór hann án heimildar inn á Facebook-síðu konunnar, breytti lykilorði og birti myndir af henni naktri og fáklæddri. Særði hann blygðunarkennd konunnar, móðgaði og smánaði opinberlega eins og segir í dómnum.Brot mannsins áttu sér stað sumarið 2014, nánar tiltekið dagana 29. júní til 1. júlí. Gerði hann þann 29. júní tilraun til brots gegn frjálsræði manna með því að reyna að neyða konuna til síma- og tölvusamskipta við sig, bæði með sms-skilaboðum og í gegnum Skype, með því að hóta henni að birta opinberlega kynferðislegt myndefni og myndir af henni á Facebook. Degi síðar fór hann án leyfis inn á Facebook-síðu hennar og breytti lykilorðinu. Þar hafði hann aðgang að tölvupóstum hennar, ljósmyndum og ýmsum persónulegum upplýsingum um samskipti við aðra Facebook-vini. Komst konan ekki inn á Facebook-reikning sinn um tíma vegna þessa.Beit lögreglumann Daginn eftir, eða 1. júlí, braut hann gegn blygðunarsemi hennar og meiddi æru hennar stórfelldlega með því að birta, á hennar aðgangi, myndefni sem sýndi konuna fáklædda eða nakta. Var lögregla kölluð til og var maðurinn einnig dæmdur fyrir að bíta í upphandlegg lögreglumanns í kyrrstæðum lögreglubíl. Þá fundust skotvopn, tveir rifflar og ein haglabyssa og skotfæri, ásamt skotum sem voru óaðskilin og ekki í læstum hirslum á heimili mannsins. Maðurinn játaði brot sín skýlaust sem dómurinn tók tillit til. Hann var undir áhrifum áfengis þessa daga en hefur síðan farið í áfengismeðferð og ekki neytt áfengis að eigin sögn sem dómurinn tók sömuleiðis tillit til. Hins vegar var til refsiþyngingar litið til þess að brotin gagnvart fyrrverandi sambýliskonu hans voru gróf og niðurlægjandi. Þá er litið alvarlegum augum til brots hans gegn lögreglumanninum sem hlaut mar og hrufl á upphandlegg. Varð að niðurstöðu að sex mánaða dómurinn væri skilorðsbundinn. Lögmaður konunnar fór fram á þrjár milljónir króna í bætur en dómurinn mat sem svo að 300 þúsund krónur væru hæfilegar miskabætur.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Karlmaður á Vestfjörðum hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða í september fyrir gróf og niðurlægjandi brot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Fór hann án heimildar inn á Facebook-síðu konunnar, breytti lykilorði og birti myndir af henni naktri og fáklæddri. Særði hann blygðunarkennd konunnar, móðgaði og smánaði opinberlega eins og segir í dómnum.Brot mannsins áttu sér stað sumarið 2014, nánar tiltekið dagana 29. júní til 1. júlí. Gerði hann þann 29. júní tilraun til brots gegn frjálsræði manna með því að reyna að neyða konuna til síma- og tölvusamskipta við sig, bæði með sms-skilaboðum og í gegnum Skype, með því að hóta henni að birta opinberlega kynferðislegt myndefni og myndir af henni á Facebook. Degi síðar fór hann án leyfis inn á Facebook-síðu hennar og breytti lykilorðinu. Þar hafði hann aðgang að tölvupóstum hennar, ljósmyndum og ýmsum persónulegum upplýsingum um samskipti við aðra Facebook-vini. Komst konan ekki inn á Facebook-reikning sinn um tíma vegna þessa.Beit lögreglumann Daginn eftir, eða 1. júlí, braut hann gegn blygðunarsemi hennar og meiddi æru hennar stórfelldlega með því að birta, á hennar aðgangi, myndefni sem sýndi konuna fáklædda eða nakta. Var lögregla kölluð til og var maðurinn einnig dæmdur fyrir að bíta í upphandlegg lögreglumanns í kyrrstæðum lögreglubíl. Þá fundust skotvopn, tveir rifflar og ein haglabyssa og skotfæri, ásamt skotum sem voru óaðskilin og ekki í læstum hirslum á heimili mannsins. Maðurinn játaði brot sín skýlaust sem dómurinn tók tillit til. Hann var undir áhrifum áfengis þessa daga en hefur síðan farið í áfengismeðferð og ekki neytt áfengis að eigin sögn sem dómurinn tók sömuleiðis tillit til. Hins vegar var til refsiþyngingar litið til þess að brotin gagnvart fyrrverandi sambýliskonu hans voru gróf og niðurlægjandi. Þá er litið alvarlegum augum til brots hans gegn lögreglumanninum sem hlaut mar og hrufl á upphandlegg. Varð að niðurstöðu að sex mánaða dómurinn væri skilorðsbundinn. Lögmaður konunnar fór fram á þrjár milljónir króna í bætur en dómurinn mat sem svo að 300 þúsund krónur væru hæfilegar miskabætur.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira