Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2015 22:45 Dana White, forseti UFC, passar að Aldo og McGregor hjóli ekki í hvorn annan. vísir/getty „Mér líkar ekki illa við neinn keppanda og ég ber virðingu fyrir hverjum þeim sem stígur í búrið. En þetta eru viðskipti. Ef þú verður á milli mín og þess sem ég þarf að gera geng ég frá þér,“ segir Conor McGregor í viðtali við á FOX. Conor og heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, voru í viðtali á FOX Sports, en fyrir viðtalið stalst Conor í beltið hans Aldo eins og sjá má hér að neðan. „Það er rétt, ég setti beltið á mig og hann gerði ekkert í því. Hann gerði heldur ekkert á sviðinu um daginn og hann mun ekkert gera í búrinu þegar við berjumst,“ segir Conor en Aldo svarar: „Þetta er algengt. Hann vill prófa að bera það en fær aldrei beltið mitt. Ég mun halda því áfram.“ Írski Íslandsvinurinn, sem reynir að hirða heimsmeistaratitilinn af Aldo 11. júlí, ætlar sér sigur. „Ég hef gengið frá öllum þeim sem ég hef barist við. Ég gerði deildina að því sem hún er í dag. Þetta er McGregor-deildin. Minn tími er kominn,“ segir Írinn. Aldo finnst lítið til þeirra ummæla koma: „Við munum sjá að hann er bara kjafturinn. Ég er kóngurinn og mun halda beltinu. Ég virði gæði hans sem bardagakappa en í búrinu snýst þetta um mig og ég mun vinna,“ segir hann og bætir við: „Hann er grínkall. Hann getur sagt það sem hann vill en ég mun halda beltinu og mun hætta sem meistari.“ Eina sem Conor veit er að Aldo mun hætta, en ekki sem heimsmeistari „Það er rétt. Þú munt hætta eftir þennan bardaga,“ segir Conor McGregor. Þetta áhugaverða spjall má sjá hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30 Conor hittir borgarstjórann og kallar Aldo aumingja Jose Aldo, heimsmeistarinn í fjaðurvigt í UFC, dansar súludans í nýjasta þætti Embedded. 26. mars 2015 12:00 Conor McGregor í Vegas: „Ég er að æfa en hann er að spila borðtennis“ Írski vélbyssukjafturinn Conor McGregor og heimsmeistarinn Jose Aldo eru mættir til Las Vegas í kynningarferð sinni fyrir bardagann. 24. mars 2015 14:30 Conor McGregor hittir tvífara sinn í Vegas Þriðji þáttur af Embedded, netþáttaöðinni um kynningaferð Conors McGregors og Jose Aldo um bardaga þeirra 11. júlí, er kominn út. 25. mars 2015 18:15 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl Sjá meira
„Mér líkar ekki illa við neinn keppanda og ég ber virðingu fyrir hverjum þeim sem stígur í búrið. En þetta eru viðskipti. Ef þú verður á milli mín og þess sem ég þarf að gera geng ég frá þér,“ segir Conor McGregor í viðtali við á FOX. Conor og heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, voru í viðtali á FOX Sports, en fyrir viðtalið stalst Conor í beltið hans Aldo eins og sjá má hér að neðan. „Það er rétt, ég setti beltið á mig og hann gerði ekkert í því. Hann gerði heldur ekkert á sviðinu um daginn og hann mun ekkert gera í búrinu þegar við berjumst,“ segir Conor en Aldo svarar: „Þetta er algengt. Hann vill prófa að bera það en fær aldrei beltið mitt. Ég mun halda því áfram.“ Írski Íslandsvinurinn, sem reynir að hirða heimsmeistaratitilinn af Aldo 11. júlí, ætlar sér sigur. „Ég hef gengið frá öllum þeim sem ég hef barist við. Ég gerði deildina að því sem hún er í dag. Þetta er McGregor-deildin. Minn tími er kominn,“ segir Írinn. Aldo finnst lítið til þeirra ummæla koma: „Við munum sjá að hann er bara kjafturinn. Ég er kóngurinn og mun halda beltinu. Ég virði gæði hans sem bardagakappa en í búrinu snýst þetta um mig og ég mun vinna,“ segir hann og bætir við: „Hann er grínkall. Hann getur sagt það sem hann vill en ég mun halda beltinu og mun hætta sem meistari.“ Eina sem Conor veit er að Aldo mun hætta, en ekki sem heimsmeistari „Það er rétt. Þú munt hætta eftir þennan bardaga,“ segir Conor McGregor. Þetta áhugaverða spjall má sjá hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30 Conor hittir borgarstjórann og kallar Aldo aumingja Jose Aldo, heimsmeistarinn í fjaðurvigt í UFC, dansar súludans í nýjasta þætti Embedded. 26. mars 2015 12:00 Conor McGregor í Vegas: „Ég er að æfa en hann er að spila borðtennis“ Írski vélbyssukjafturinn Conor McGregor og heimsmeistarinn Jose Aldo eru mættir til Las Vegas í kynningarferð sinni fyrir bardagann. 24. mars 2015 14:30 Conor McGregor hittir tvífara sinn í Vegas Þriðji þáttur af Embedded, netþáttaöðinni um kynningaferð Conors McGregors og Jose Aldo um bardaga þeirra 11. júlí, er kominn út. 25. mars 2015 18:15 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl Sjá meira
Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30
Conor hittir borgarstjórann og kallar Aldo aumingja Jose Aldo, heimsmeistarinn í fjaðurvigt í UFC, dansar súludans í nýjasta þætti Embedded. 26. mars 2015 12:00
Conor McGregor í Vegas: „Ég er að æfa en hann er að spila borðtennis“ Írski vélbyssukjafturinn Conor McGregor og heimsmeistarinn Jose Aldo eru mættir til Las Vegas í kynningarferð sinni fyrir bardagann. 24. mars 2015 14:30
Conor McGregor hittir tvífara sinn í Vegas Þriðji þáttur af Embedded, netþáttaöðinni um kynningaferð Conors McGregors og Jose Aldo um bardaga þeirra 11. júlí, er kominn út. 25. mars 2015 18:15