Enski boltinn

Fossblæddi úr fyrirliða Reading | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alex Pearce, fyrirliði Reading, fékk slæmt högg á nefið undir lok leiksins gegn Bradford í átta-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í dag.

Á annarri mínútu í uppbótartíma rákust þeir Pearce og Francois Zoko saman er þeir fóru saman upp í skallabolta.

Dómarinn Neil Swarbrick stöðvaði leikinn samstundis enda fossblæddi úr Pearce.

Leikurinn tafðist um nokkrar mínútur en Pearce kom að lokum aftur inn á eftir að hafa skipt um bæði treyju og stuttbuxur. Reading var búið með allar þrjár skiptingar sínar á þessum tímapunkti.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli en liðin mætast að nýju á Madjeski Stadium í Reading mánudaginn 16. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×