Níu tíma jólafótboltaveisla í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. desember 2015 09:00 vísir/getty Jól og áramót eru tíminn þegar liðin í ensku úrvalsdeildinni sýna það og sanna hvort þau hafi burði til að berjast um eftirsóttustu sætin . Spiluð verður heil umferð á öðrum degi jóla og svo verða aftur leikir 28. til 30. desember. Liðin spila líka 2. og 3. janúar og þetta eru því þrír leikir á rúmri viku sem þýðir að mikið getur breyst á stuttum tíma. Aðdáendur enska boltans geta þannig eytt níu klukkutímum í sófanum á öðrum degi jóla eða allt frá því þegar Stoke og Manchester City hefja leik 12.45 þar til að leik Southampton og Arsenal lýkur rétt fyrir 22.00. Mikið er búð að vera um óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem kristallast í því að Leicester, botnlið deildarinnar fyrir ári, situr nú eitt í toppsætinu. Frammistaða nýliða Watford og Bournemouth að undanförnu hefur aukið óvissuna enn frekar. Leikir annars dags jóla gætu boðið upp á enn frekari dramatík. Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er mjög valtur í sessi, Guus Hiddink mun stýra Chelsea-liðinu í fyrsta sinn og Jürgen Klopp þarf að rífa Liverpool-liðið upp eftir hver vonbrigðarúrslitin á fætur öðrum að undanförnu. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru komnir niður í fallsæti og þurfa nauðsynlega á stigum að halda og þá bíða allir spenntir eftir því hvort spútniklið eins og Leicester City eða Watford geti haldið út. Fréttablaðið skoðar aðeins betur þá leiki sem menn mega helst ekki missa af í ensku úrvalsdeildinni um þessi jól.Stoke City - Manchester UnitedLaugardagur 26. desember12.45 Stöð 2 Sport 2 Manchester United hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og ekki unnið leik síðan 21. nóvember. Framtíð Louis Van Gaal sem knattspyrnustjóra liðsins er undir í þessum leik og þegar staðan er svo alvarleg þá gerast verkefnin varla erfiðari en að sækja stig á Brittannia. Jose Mourinho fylgist örugglega vel með úr fjarlægð.Liverpool - Leicester CityLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 2 Liverpool fær tækifæri til að vinna annað topplið á stuttum tíma en liðið vann 4-1 sigur á Manchester City fyrir nokkrum vikum. Leicester hefur hins vegar aðeins tapað einum leik á tímabilinu og sá var fyrir 90 dögum. Hver veit nema Jürgen Klopp finn lausnina á risavandmálinu að reyna að stoppa þá Jamie Vardy og Riyad Mahrez hjá Leicester City.Chelsea - WatfordLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 3 Chelsea vann öruggan sigur á Sunderland í fyrsta leik eftir brottrekstur Jose Mourinho og nú stýrir Guus Hiddink liðinu í fyrsta sinn. Nýliðar Watford unnu 3-0 sigur á Liverpool í síðasta leik og hafa náð í 12 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum leikjum. Hiddink byrjar því á móti einu heitasta liði deildarinnar.Swansea City -West Bromwich albionLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 6 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa ekki unnið í undanförnum sjö leikjum eða síðan Gylfi skoraði síðast í 2-1 sigri á Aston Villa 24. október. Gylfi mætir þarna liðinu sem hann hefur skorað flest mörk á móti og gefið flestar stoðsendingar á móti í leikjum sínum í öllum keppnum á Englandi.Southampton - ArsenalLaugardagur 26. desember Arsenal-stuðningsmenn sjá titilinn í hillingum eftir sigurinn á Manchester City á dögunum og frábært gengi í leikjunum á móti liðum í efstu sætum deildarinnar. Arsenal hefur aftur á móti aðeins náð í eitt stig út úr síðustu tveimur leikjum á móti liðum um miðja deild og þarf að vinna leik eins og þennan ætli liðið að vinna deildina í fyrsta sinn frá 2004.Framhaldið á jólaveislunni Mánudagur 28. desember 15.00 Stöð 2 Sport 2 Crystal Palace - Swansea Mánudagur 28. desember 15.00 Stöð 2 Sport 3 Watford - Tottenham Mánudagur 28. desember 17.30 Stöð 2 Sport 2 Manchester United - Chelsea Mánudagur 28. desember 17.30 Stöð 2 Sport 3 Arsenal - Bournemouth Þriðjudagur 29. desember 19.45 Stöð 2 Sport 2 Leicester City - Manchester City Miðvikudagur 30. desember 19.45 Stöð 2 Sport 2 Sunderland - Liverpool Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Jól og áramót eru tíminn þegar liðin í ensku úrvalsdeildinni sýna það og sanna hvort þau hafi burði til að berjast um eftirsóttustu sætin . Spiluð verður heil umferð á öðrum degi jóla og svo verða aftur leikir 28. til 30. desember. Liðin spila líka 2. og 3. janúar og þetta eru því þrír leikir á rúmri viku sem þýðir að mikið getur breyst á stuttum tíma. Aðdáendur enska boltans geta þannig eytt níu klukkutímum í sófanum á öðrum degi jóla eða allt frá því þegar Stoke og Manchester City hefja leik 12.45 þar til að leik Southampton og Arsenal lýkur rétt fyrir 22.00. Mikið er búð að vera um óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem kristallast í því að Leicester, botnlið deildarinnar fyrir ári, situr nú eitt í toppsætinu. Frammistaða nýliða Watford og Bournemouth að undanförnu hefur aukið óvissuna enn frekar. Leikir annars dags jóla gætu boðið upp á enn frekari dramatík. Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er mjög valtur í sessi, Guus Hiddink mun stýra Chelsea-liðinu í fyrsta sinn og Jürgen Klopp þarf að rífa Liverpool-liðið upp eftir hver vonbrigðarúrslitin á fætur öðrum að undanförnu. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru komnir niður í fallsæti og þurfa nauðsynlega á stigum að halda og þá bíða allir spenntir eftir því hvort spútniklið eins og Leicester City eða Watford geti haldið út. Fréttablaðið skoðar aðeins betur þá leiki sem menn mega helst ekki missa af í ensku úrvalsdeildinni um þessi jól.Stoke City - Manchester UnitedLaugardagur 26. desember12.45 Stöð 2 Sport 2 Manchester United hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og ekki unnið leik síðan 21. nóvember. Framtíð Louis Van Gaal sem knattspyrnustjóra liðsins er undir í þessum leik og þegar staðan er svo alvarleg þá gerast verkefnin varla erfiðari en að sækja stig á Brittannia. Jose Mourinho fylgist örugglega vel með úr fjarlægð.Liverpool - Leicester CityLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 2 Liverpool fær tækifæri til að vinna annað topplið á stuttum tíma en liðið vann 4-1 sigur á Manchester City fyrir nokkrum vikum. Leicester hefur hins vegar aðeins tapað einum leik á tímabilinu og sá var fyrir 90 dögum. Hver veit nema Jürgen Klopp finn lausnina á risavandmálinu að reyna að stoppa þá Jamie Vardy og Riyad Mahrez hjá Leicester City.Chelsea - WatfordLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 3 Chelsea vann öruggan sigur á Sunderland í fyrsta leik eftir brottrekstur Jose Mourinho og nú stýrir Guus Hiddink liðinu í fyrsta sinn. Nýliðar Watford unnu 3-0 sigur á Liverpool í síðasta leik og hafa náð í 12 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum leikjum. Hiddink byrjar því á móti einu heitasta liði deildarinnar.Swansea City -West Bromwich albionLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 6 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa ekki unnið í undanförnum sjö leikjum eða síðan Gylfi skoraði síðast í 2-1 sigri á Aston Villa 24. október. Gylfi mætir þarna liðinu sem hann hefur skorað flest mörk á móti og gefið flestar stoðsendingar á móti í leikjum sínum í öllum keppnum á Englandi.Southampton - ArsenalLaugardagur 26. desember Arsenal-stuðningsmenn sjá titilinn í hillingum eftir sigurinn á Manchester City á dögunum og frábært gengi í leikjunum á móti liðum í efstu sætum deildarinnar. Arsenal hefur aftur á móti aðeins náð í eitt stig út úr síðustu tveimur leikjum á móti liðum um miðja deild og þarf að vinna leik eins og þennan ætli liðið að vinna deildina í fyrsta sinn frá 2004.Framhaldið á jólaveislunni Mánudagur 28. desember 15.00 Stöð 2 Sport 2 Crystal Palace - Swansea Mánudagur 28. desember 15.00 Stöð 2 Sport 3 Watford - Tottenham Mánudagur 28. desember 17.30 Stöð 2 Sport 2 Manchester United - Chelsea Mánudagur 28. desember 17.30 Stöð 2 Sport 3 Arsenal - Bournemouth Þriðjudagur 29. desember 19.45 Stöð 2 Sport 2 Leicester City - Manchester City Miðvikudagur 30. desember 19.45 Stöð 2 Sport 2 Sunderland - Liverpool
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira