4,4 milljónir horfðu á Ara: „Ég virtist hafa kveikt elda um allan heim“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. september 2015 13:30 Ari söng sig inn í hjörtu Íslendinga og heimsins í gær. Eða hvað? Mynd/Aðsend „Ég bjóst ekki við þessu þegar ég gerði þetta. Þetta sprakk bara upp strax,“ segir Ari Steinn Skarphéðinsson en hann fékk sínar tíu sekúndur af frægð í gær þegar snap-myndbandið sem hann sendi í sameiginlega Snapchat sögu Íslendinga var valið sem opnunaratriði sögunnar. „Þetta var eitthvað raul hjá mér, örvæntingarfull tilraun til að komast á Íslands-snappið.“ Ari Steinn söng lítið frumsamið lag til þess að bjóða Snapchat-áhorfendum um allan heim góðan dag. „Good morning Snapchat. How you doing today? This is Iceland calling and the weather is ridiculus,“ söng Ari og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Söngur Ara útleggst á íslensku: „Góðan daginn Snapchat. Hvernig hafið þið það í dag? Það er Ísland sem kallar og veðrið hér er út úr kortinu.“ Myndbandið má sjá hér að neðan. „Ég virtist hafa kveikt elda um allan heim,“ segi Ari og hlær. „Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að slökkva þá.“ Sá sem sendur inn myndbönd á Snapchat getur séð hversu margir hafa horft og segir Ari að sér hafi brugðið dálítið í morgun þegar hann sá að 4,4 milljónir manna höfðu séð myndbandið. „Og svo voru einhver 3400 skjáskot.“ Hann er virkur á Twitter og tók eftir því að fjölmargir höfðu skoðun á söng hans, bæði hérlendis og erlendis. Vinir hans voru líka duglegir að senda honum skilaboð og benda á ummæli um allan heim. „Ég hugsaði með mér að þetta væri fyndið að gera þetta. Ég ætlaði mér ekki að fara fyrir brjóstið á fólki,“ segir Ari sem tók engin ummælanna neitt nærri sér. Hann var kallaður „skömm Íslands“ af einum og þá stakk annar upp á því að hann yrði sviptur ríkisborgararétt.Hér má sjá skjáskot af Snapchat þar sem sést hversu margir horfðu á sönginn.Mynd/Ari „Ég var í vinnunni í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og við ræddum það á kaffistofunni um morguninn hvað það væri gaman að komast á snap Íslands. Ég sendi þetta eitthvað um níu en svo var klukkan orðin tólf og ekkert komið þannig að ég bjóst ekkert við að þetta færi inn. En svo kíkti ég á símann einhvern tímann eftir hádegi og þá biðu mín fjölmörg skilaboð frá vinum og skilaboð á Twitter. Ég sá þá svolítið eftir þessu strax,“ viðurkennir Ari. „Ég skil alveg fólkið sem varð fyrir kjánahrolli. En svo er bara ekki annað hægt en að hafa gaman að þessu.“ Hann segist ekki vanur því að syngja. „Nei, alls ekki, ég hef held ég snert míkrófón þrisvar sinnum yfir ævina.“Good morning snapchat, how you doing today? This is Iceland calling and the weather is ridiculous!!!!— Elfa Falsdóttir (@elfafals) September 16, 2015 Gaurinn sem er að syngja á Ísland snapinu er það versta— yung stevîa lord (@Lord_Luxus) September 16, 2015 Skömm Íslands pic.twitter.com/iph2GOQBfj— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) September 16, 2015 Vil bara þakka þessum manni fyrir að eyðileggja Ísland pic.twitter.com/tiCmO6FTuj— Pétur Már Bernhöft (@PesiBern) September 16, 2015 Ok er hægt að starta einhverri herferð til að afturkalla ríkisborgararéttindi gæjans sem er að syngja á Íslandssnappinu?— Ingi Oskarsson (@IngiDegeneres) September 16, 2015 In my life I've liked few things less than that white boy singing on the Iceland snap story.— ✨Kaya✨ (@TisIKaya) September 16, 2015 hahahahah ojjj bara...náunginn sem er að syngja í íslenska storyinu.. hvað ertu að gera vinur????— Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) September 16, 2015 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira
„Ég bjóst ekki við þessu þegar ég gerði þetta. Þetta sprakk bara upp strax,“ segir Ari Steinn Skarphéðinsson en hann fékk sínar tíu sekúndur af frægð í gær þegar snap-myndbandið sem hann sendi í sameiginlega Snapchat sögu Íslendinga var valið sem opnunaratriði sögunnar. „Þetta var eitthvað raul hjá mér, örvæntingarfull tilraun til að komast á Íslands-snappið.“ Ari Steinn söng lítið frumsamið lag til þess að bjóða Snapchat-áhorfendum um allan heim góðan dag. „Good morning Snapchat. How you doing today? This is Iceland calling and the weather is ridiculus,“ söng Ari og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Söngur Ara útleggst á íslensku: „Góðan daginn Snapchat. Hvernig hafið þið það í dag? Það er Ísland sem kallar og veðrið hér er út úr kortinu.“ Myndbandið má sjá hér að neðan. „Ég virtist hafa kveikt elda um allan heim,“ segi Ari og hlær. „Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að slökkva þá.“ Sá sem sendur inn myndbönd á Snapchat getur séð hversu margir hafa horft og segir Ari að sér hafi brugðið dálítið í morgun þegar hann sá að 4,4 milljónir manna höfðu séð myndbandið. „Og svo voru einhver 3400 skjáskot.“ Hann er virkur á Twitter og tók eftir því að fjölmargir höfðu skoðun á söng hans, bæði hérlendis og erlendis. Vinir hans voru líka duglegir að senda honum skilaboð og benda á ummæli um allan heim. „Ég hugsaði með mér að þetta væri fyndið að gera þetta. Ég ætlaði mér ekki að fara fyrir brjóstið á fólki,“ segir Ari sem tók engin ummælanna neitt nærri sér. Hann var kallaður „skömm Íslands“ af einum og þá stakk annar upp á því að hann yrði sviptur ríkisborgararétt.Hér má sjá skjáskot af Snapchat þar sem sést hversu margir horfðu á sönginn.Mynd/Ari „Ég var í vinnunni í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og við ræddum það á kaffistofunni um morguninn hvað það væri gaman að komast á snap Íslands. Ég sendi þetta eitthvað um níu en svo var klukkan orðin tólf og ekkert komið þannig að ég bjóst ekkert við að þetta færi inn. En svo kíkti ég á símann einhvern tímann eftir hádegi og þá biðu mín fjölmörg skilaboð frá vinum og skilaboð á Twitter. Ég sá þá svolítið eftir þessu strax,“ viðurkennir Ari. „Ég skil alveg fólkið sem varð fyrir kjánahrolli. En svo er bara ekki annað hægt en að hafa gaman að þessu.“ Hann segist ekki vanur því að syngja. „Nei, alls ekki, ég hef held ég snert míkrófón þrisvar sinnum yfir ævina.“Good morning snapchat, how you doing today? This is Iceland calling and the weather is ridiculous!!!!— Elfa Falsdóttir (@elfafals) September 16, 2015 Gaurinn sem er að syngja á Ísland snapinu er það versta— yung stevîa lord (@Lord_Luxus) September 16, 2015 Skömm Íslands pic.twitter.com/iph2GOQBfj— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) September 16, 2015 Vil bara þakka þessum manni fyrir að eyðileggja Ísland pic.twitter.com/tiCmO6FTuj— Pétur Már Bernhöft (@PesiBern) September 16, 2015 Ok er hægt að starta einhverri herferð til að afturkalla ríkisborgararéttindi gæjans sem er að syngja á Íslandssnappinu?— Ingi Oskarsson (@IngiDegeneres) September 16, 2015 In my life I've liked few things less than that white boy singing on the Iceland snap story.— ✨Kaya✨ (@TisIKaya) September 16, 2015 hahahahah ojjj bara...náunginn sem er að syngja í íslenska storyinu.. hvað ertu að gera vinur????— Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) September 16, 2015
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira