Innlent

„Skaðinn er skeður“

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir nokkra hafa hætt við ferðir til Íslands vegna málsins.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir nokkra hafa hætt við ferðir til Íslands vegna málsins. Vísir/Vilhelm/GVA
Ska ð inn er ske ð ur  þó   tillaga meirihluta borgarstj ó rnar um a ð   sni ð ganga  í sraelskar v ö rur ver ð i dregin til baka.  Þ etta segir framkv æ mdastj ó ri fer ð a þ j ó nustufyrirt æ kja en m ö rg  þ eirra hafa fundi ð   fyrir miklum vi ð br ö g ð um vegna m á lsins og me ð al annars fengi ð   hatursp ó sta.

Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn um að  undirbúa og útfæra sniðgöngu borgarinnar á ísraelskum vörum. Tillagan vakti upp hörð viðbrögð. Forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja sögðust strax finna fyrir áhrifum tillögunnar með því að vörur væru afpantaðar eða ferðir til landsins afbókaðar. 

„Við höfum fundið fyrir mjög sterkum viðbrögðum. Við höfum fengið bæði mikið af fyrirspurnum og hreinlega einhverskonar haturspóstum,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir nokkra hafa hætt við ferðir til Íslands vegna málsins. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í gær að tillagan verði dregin til baka strax í næstu viku. Samráð verði haft áður en ákvarðanir verði teknar um næstu skref. Helga segir málið engu að síður hafa áhrif. „Eins og staðan er í dag þá er skaðinn skeður. Umræðan er komin í loftið,“ segir Helga.

Helga segir mikilvægt að vandað  til verka þegar tillögur líkt og þessi eru samþykktar. „Við finnum það mjög sterkt að menn eru ekkert að gera greinarmun á því hvort að þetta sé ályktun borgarinnar eða stjórnvalda í heild sinni þannig að menn horfa þá á  þetta hljóti þá að vera sýn landsins hvað þessi mál varðar,“ segir Helga Árnadóttir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×