Innlent

Spyr Sigmund Davíð hvort hann hafi komið að skyndifriðun hafnargarðsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hafnargarðurinn sem kom í ljós í sumar.
Hafnargarðurinn sem kom í ljós í sumar. vísir/gva
Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um framkvæmd laga um verndarsvæði í byggð. Í fyrirspurninni spyr hún forsætisráðherra meðal annars að því hvort að hann hafi komið að skyndifriðun Minjastofnunar Íslands á hafnargarðinum við Austurhöfn Reykjavíkur.

 

Hafnargarðurinn var friðaður á dögunum en hann kom í ljós við uppgröft í sumar. Meðal þeirra sem hafa furðað sig á ákvörðuninni er Björn Blöndal, formaður borgarráðs.

Frumvarpið um verndarsvæði í byggð var samþykkt á seinasta þingi en það var nokkuð umdeilt og meðal annars harðlega gagnrýnt af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Með lagasetningu varð sú breyting á að forsætisráðherra tekur nú ákvörðun um vernd byggðar en ekki viðkomandi sveitarstjórn. Skyndifriðun hafnargarðsins nú gildir í sex vikur en svo þarf Sigmundur Davíð að taka ákvörðun um endanlega friðun hans.

Heiða Kristín óskar eftir skriflegu svari frá forsætisráðherra. Hún óskar einnig eftir svörum við því hvaða fagþekking á sviði minjaverndar eða skipulagsmála og arkitektúr sé til staðar í ráðuneytingu og „hvernig ráðherra sér fyrir sér aðkomu og andmælarétt sveitarfélaga þegar og ef gripið verður til þess að friða svæði í byggð.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.