Innlent

Eldur kviknaði í Laugalækjarskóla

Gissur Sigurðsson skrifar
Greiðlega gekk að slökkva eldinn og svo tók klukkustund að reykræsta og ganga frá.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn og svo tók klukkustund að reykræsta og ganga frá. Mynd/reykjavik.is
Eldur kviknaði í Laugalækjarskóla í Reykjavík upp úr miðnætti.

Slökkviliði bárust tilkynningar frá öryggisfyrirtæki og vegfaranda og þegar það kom á vettvang logaði í torfþaki á skólanum og hafði eldurinn brætt fjóra þakglugga úr plasti í sundur, og komist inn í skólann.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn og svo tók klukkustund að reykræsta og ganga frá. Nokkurt tjón hlaust af þessu.

Líkur benda sterklega til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum, en ekki er vitað hver gerandinn kann að vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×