Heba Þórisdóttir hefur verið tilnefnd til Critics Choice Awards fyrir förðun í kvikmyn Quentin Tarantino; The Hateful Eight. Heba, sem lengi hefur unnið við förðun í kvikmyndum ytra, stýrði förðunardeildinni við framleiðslu kvikmyndarinnar.
Auk Hateful Eigth er myndirnar Black Mass, Carol, The Danish Grild, Mad Max: Fury Road og The Revenant tilnefndar til verðlauna fyrir förðun. Alls fær Hateful Eight fimm tilnefningar.
Flestar tilnefningar fær þó Mad Max: Fury Road, eða alls þrettán. Carol, The Martian og The Revenant fá níu tilnefningar. Verðlaunaathöfnin fer fram þann 17. janúar næstkomandi.
Listann allan má sjá hér á heimasíðu Critics Choice Awards. Þá má sjá sjónvarpstilnefningar hér.
Heba Þórisdóttir tilnefnd til Critics Choice Awards
