Bíó og sjónvarp

Heba Þórisdóttir tilnefnd til Critics Choice Awards

Samúel Karl Ólason skrifar
Kurt Russell og Samuel L. Jackson eru meðal aðalleikara Hateful Eight.
Kurt Russell og Samuel L. Jackson eru meðal aðalleikara Hateful Eight.
Heba Þórisdóttir hefur verið tilnefnd til Critics Choice Awards fyrir förðun í kvikmyn Quentin TarantinoThe Hateful Eight. Heba, sem lengi hefur unnið við förðun í kvikmyndum ytra, stýrði förðunardeildinni við framleiðslu kvikmyndarinnar.

Auk Hateful Eigth er myndirnar Black Mass, CarolThe Danish GrildMad Max: Fury Road og The Revenant tilnefndar til verðlauna fyrir förðun. Alls fær Hateful Eight fimm tilnefningar.

Flestar tilnefningar fær þó Mad Max: Fury Road, eða alls þrettán. CarolThe Martian og The Revenant fá níu tilnefningar. Verðlaunaathöfnin fer fram þann 17. janúar næstkomandi.

Listann allan má sjá hér á heimasíðu Critics Choice Awards. Þá má sjá sjónvarpstilnefningar hér.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.