Einungis fjórtán prósent reiðhjóla eru seld lögleg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Vonandi er þetta hjólreiðafólk með réttan búnað á hjólum sínum. vísir/ernir Einar guðmundsson „Þetta er alveg skelfilegt. Að fara í reiðhjólaverslun og geta ekki treyst því að þú fáir löglegt reiðhjól, það finnst mér óhugnanlegt,“ segir Einar Guðmundsson, formaður Brautarinnar, bindindisfélags ökumanna. Brautin birti í gær úttekt á skyldubúnaði hjóla þar sem fram kemur að fjórtán prósent reiðhjóla í verslunum landsins eru seld með skyldubúnaði áföstum. Einar spyr sig hvort reiðhjólasölumenn séu að reyna að græða á aukabúnaði. „Árið 2011 var ágætis staða. 71 prósent hjóla var selt með nauðsynlegum öryggisbúnaði áföstum. Nú er staðan hins vegar verri og menn pilla meira og meira af hjólunum þegar þau koma í búðir. Á sama tíma hefur reiðhjólasala aukist,“ segir Einar. „Kannski eru reiðhjólasalar að reyna að græða á aukabúnaði og segja fólki að kaupa hitt og þetta svo hjólið sé löglegt? Ég veit ekki hvort það er rétt, en maður spyr sig.“ Búnaðurinn sem um ræðir er bjalla, glitmerki að framan, aftan, á teinum og fótstigum, fram- og afturbremsur og keðjuhlíf. Einar segir áberandi hve mörg hjól eru seld án bjöllu. Í reglugerðinni er einnig gert ráð fyrir lás en þar sem ný reglugerð um hjól er í smíðum tók Brautin lása ekki með í úttektinni. Reglugerðin sem nú er í gildi er frá árinu 1994. „Í nýju reglugerðinni mun koma skýrt fram að ef þú ætlar að nota reiðhjól í umferð þarftu að hafa þennan búnað, eins og drögin eru núna,“ segir Einar. „Geturðu ímyndað þér að kaupa þér nýjan bíl, en þurfa að kaupa bremsurnar sér? Það væri svolítið sérstakt,“ bætir hann við.Árni DavíðssonÁrni Davíðsson, formaður umsagnarnefndar Landssamtaka hjólreiðamanna, segir óþarft að setja verslunum reglur um hvernig eigi að selja hjólin. „Hjól í Evrópu eru ekki seld með öllum öryggisbúnaði, það er ekkert sem segir að þess þurfi. Þó er reglugerð sem segir hvernig hjólin eiga að vera útbúin,“ segir Árni. Hann bætir því við að honum finnist að Samgöngustofa ætti að vinna í því að vekja þess í stað athygli hjólreiðamanna á öryggisbúnaðinum. „Ég held það ætti frekar að vinna þetta með fræðslu en að skylda að selja öll hjól með búnaði. Þá myndu þau sem kaupa dýrustu hjólin taka staðalbúnaðinn af og setja eitthvað annað og betra.“ „Við skiljum ekki hvernig þessar niðurstöður fengust,“ segir David C. Vokes, vörustjóri Húsasmiðjunnar. „Í fyrra kíkti ég á þessar leiðbeiningar og flutti inn hjól, þá var skylda frá framleiðendum að setja bjöllu á öll hjól. Við erum líka með glitmerki á réttum stöðum og keðjuhlífar, þó eru ekki öll hjól með hlíf alla leið aftur með keðjunni, enda er það óþarfi“ segir hann. Brautin gerði úttekt á hjálmanotkun samhliða úttekt á nauðsynlegum búnaði. Í úttektinni kom fram að hjálmanotkun var almennt um áttatíu prósent. Þá vakti það athygli Brautarinnar að hjálmanotkun í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur var minni en annars staðar. Hjálmanotkun á þeim svæðum náði einungis 31 prósenti. Samhliða könnuninni kannaði Brautin sýnileikafatnað en um þrjátíu prósent hjólreiðamanna voru í þess lags fatnaði. Auk þess voru mörg hjól án bjöllu. „Það er slæmt að vera án bjöllu, hún er mjög mikilvæg. Sérstaklega þegar maður hjólar á sameiginlegum stígum með gangandi fólki. Það er alveg nauðsynlegt að láta gangandi vegfarendur vita ef þú kemur aftan að þeim. Þessi búnaður er vanmetinn,“ segir Einar Guðmundsson. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Einar guðmundsson „Þetta er alveg skelfilegt. Að fara í reiðhjólaverslun og geta ekki treyst því að þú fáir löglegt reiðhjól, það finnst mér óhugnanlegt,“ segir Einar Guðmundsson, formaður Brautarinnar, bindindisfélags ökumanna. Brautin birti í gær úttekt á skyldubúnaði hjóla þar sem fram kemur að fjórtán prósent reiðhjóla í verslunum landsins eru seld með skyldubúnaði áföstum. Einar spyr sig hvort reiðhjólasölumenn séu að reyna að græða á aukabúnaði. „Árið 2011 var ágætis staða. 71 prósent hjóla var selt með nauðsynlegum öryggisbúnaði áföstum. Nú er staðan hins vegar verri og menn pilla meira og meira af hjólunum þegar þau koma í búðir. Á sama tíma hefur reiðhjólasala aukist,“ segir Einar. „Kannski eru reiðhjólasalar að reyna að græða á aukabúnaði og segja fólki að kaupa hitt og þetta svo hjólið sé löglegt? Ég veit ekki hvort það er rétt, en maður spyr sig.“ Búnaðurinn sem um ræðir er bjalla, glitmerki að framan, aftan, á teinum og fótstigum, fram- og afturbremsur og keðjuhlíf. Einar segir áberandi hve mörg hjól eru seld án bjöllu. Í reglugerðinni er einnig gert ráð fyrir lás en þar sem ný reglugerð um hjól er í smíðum tók Brautin lása ekki með í úttektinni. Reglugerðin sem nú er í gildi er frá árinu 1994. „Í nýju reglugerðinni mun koma skýrt fram að ef þú ætlar að nota reiðhjól í umferð þarftu að hafa þennan búnað, eins og drögin eru núna,“ segir Einar. „Geturðu ímyndað þér að kaupa þér nýjan bíl, en þurfa að kaupa bremsurnar sér? Það væri svolítið sérstakt,“ bætir hann við.Árni DavíðssonÁrni Davíðsson, formaður umsagnarnefndar Landssamtaka hjólreiðamanna, segir óþarft að setja verslunum reglur um hvernig eigi að selja hjólin. „Hjól í Evrópu eru ekki seld með öllum öryggisbúnaði, það er ekkert sem segir að þess þurfi. Þó er reglugerð sem segir hvernig hjólin eiga að vera útbúin,“ segir Árni. Hann bætir því við að honum finnist að Samgöngustofa ætti að vinna í því að vekja þess í stað athygli hjólreiðamanna á öryggisbúnaðinum. „Ég held það ætti frekar að vinna þetta með fræðslu en að skylda að selja öll hjól með búnaði. Þá myndu þau sem kaupa dýrustu hjólin taka staðalbúnaðinn af og setja eitthvað annað og betra.“ „Við skiljum ekki hvernig þessar niðurstöður fengust,“ segir David C. Vokes, vörustjóri Húsasmiðjunnar. „Í fyrra kíkti ég á þessar leiðbeiningar og flutti inn hjól, þá var skylda frá framleiðendum að setja bjöllu á öll hjól. Við erum líka með glitmerki á réttum stöðum og keðjuhlífar, þó eru ekki öll hjól með hlíf alla leið aftur með keðjunni, enda er það óþarfi“ segir hann. Brautin gerði úttekt á hjálmanotkun samhliða úttekt á nauðsynlegum búnaði. Í úttektinni kom fram að hjálmanotkun var almennt um áttatíu prósent. Þá vakti það athygli Brautarinnar að hjálmanotkun í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur var minni en annars staðar. Hjálmanotkun á þeim svæðum náði einungis 31 prósenti. Samhliða könnuninni kannaði Brautin sýnileikafatnað en um þrjátíu prósent hjólreiðamanna voru í þess lags fatnaði. Auk þess voru mörg hjól án bjöllu. „Það er slæmt að vera án bjöllu, hún er mjög mikilvæg. Sérstaklega þegar maður hjólar á sameiginlegum stígum með gangandi fólki. Það er alveg nauðsynlegt að láta gangandi vegfarendur vita ef þú kemur aftan að þeim. Þessi búnaður er vanmetinn,“ segir Einar Guðmundsson.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira