Vilja setja á fót hjálparsíma fyrir þolendur og gerendur kynferðisofbeldis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Björn telur að það sé mikilvægt að til séu úrræði fyrir einstaklinga sem gætu brotið gegn barni. vísir/andri marínó „Þjónustan sem yrði veitt gagnvart gerendum kynferðisofbeldis yrði í raun eftirmeðferð og þannig yrði haldið utan um hóp gerenda. Einnig yrði þjónustan veitt til þess að koma í veg fyrir afbrot,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, um nýtt verkefni sem Rauði krossinn íhugar nú að taka upp. Verkefnið sækir fyrirmynd sína í breska verkefnið Stopitnow og gengur út á það að vera með hjálparsíma fyrir þolendur, aðstandendur og gerendur kynferðisofbeldis gegn börnum.Björn Teitsson segir markmið hjálparlínunnar að veita sálrænan stuðning og ráðgjöf til þolenda og gerenda kynferðisofbeldis.vísir/pjeturStarfsmenn hjálparsíma Rauða krossins fóru á ráðstefnu síðastliðið vor til Surrey á Englandi til þess að kynna sér verkefnið. Stopitnow-hjálparsíminn hefur verið rekinn frá árinu 2002, bæði á Bretlandi og Írlandi. „Markmiðið er að veita sálrænan stuðning og ráðgjöf til þolenda og gerenda kynferðisofbeldis. Auðvitað er þetta svolítið flókið vegna þess að það er tilkynningarskylda gagnvart barnavernd eða lögreglu ef einstaklingur segist hafa brotið gegn barni,“ segir Björn og bætir við að verkefnið gæti komið til með að aðstoða þá sem hugsa um að fremja kynferðisbrot eða hjálpað þeim sem hafa framið kynferðisbrot en vilja ekki brjóta af sér aftur. Björn telur að það sé mikilvægt að til séu úrræði fyrir einstaklinga sem gætu brotið gegn barni. Að sögn Björns er verkefnið á viðræðustigi og er útfærsla hjálparsímans enn óljós. Enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort verkefnið verði að veruleika. „Þetta verkefni hangir nú á því hvort fjármagn fáist. Það er búið að sækja um styrk frá velferðarráðuneytinu og er það mál í ferli núna,“ segir Björn sem ímyndar sér að ef verkefnið færi af stað á Íslandi væru það þjálfaðir sjálfboðaliðar og fagaðilar sem tækju á móti símtölunum.Anna Kristín Newton vonast til að hjálparlínan verði að gagni.vísir/ernir„Þetta hefur haft góð áhrif annars staðar og við munum ekki skera okkur úr í því. Þetta fyrsta skref í átt að þessu verkefni er gott og ég bind vonir við að þetta komi til með að hjálpa einhverjum,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. „Varðandi tilkynningarskylduna, sem er rík ef brotið er gegn barni, þá þarf að átta sig á því að það er til fólk sem fær hugsanir um að brjóta kynferðislega á barni, en hefur ekki gert það. Það er þá hægt að aðstoða þá einstaklinga,“ segir Anna. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
„Þjónustan sem yrði veitt gagnvart gerendum kynferðisofbeldis yrði í raun eftirmeðferð og þannig yrði haldið utan um hóp gerenda. Einnig yrði þjónustan veitt til þess að koma í veg fyrir afbrot,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, um nýtt verkefni sem Rauði krossinn íhugar nú að taka upp. Verkefnið sækir fyrirmynd sína í breska verkefnið Stopitnow og gengur út á það að vera með hjálparsíma fyrir þolendur, aðstandendur og gerendur kynferðisofbeldis gegn börnum.Björn Teitsson segir markmið hjálparlínunnar að veita sálrænan stuðning og ráðgjöf til þolenda og gerenda kynferðisofbeldis.vísir/pjeturStarfsmenn hjálparsíma Rauða krossins fóru á ráðstefnu síðastliðið vor til Surrey á Englandi til þess að kynna sér verkefnið. Stopitnow-hjálparsíminn hefur verið rekinn frá árinu 2002, bæði á Bretlandi og Írlandi. „Markmiðið er að veita sálrænan stuðning og ráðgjöf til þolenda og gerenda kynferðisofbeldis. Auðvitað er þetta svolítið flókið vegna þess að það er tilkynningarskylda gagnvart barnavernd eða lögreglu ef einstaklingur segist hafa brotið gegn barni,“ segir Björn og bætir við að verkefnið gæti komið til með að aðstoða þá sem hugsa um að fremja kynferðisbrot eða hjálpað þeim sem hafa framið kynferðisbrot en vilja ekki brjóta af sér aftur. Björn telur að það sé mikilvægt að til séu úrræði fyrir einstaklinga sem gætu brotið gegn barni. Að sögn Björns er verkefnið á viðræðustigi og er útfærsla hjálparsímans enn óljós. Enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort verkefnið verði að veruleika. „Þetta verkefni hangir nú á því hvort fjármagn fáist. Það er búið að sækja um styrk frá velferðarráðuneytinu og er það mál í ferli núna,“ segir Björn sem ímyndar sér að ef verkefnið færi af stað á Íslandi væru það þjálfaðir sjálfboðaliðar og fagaðilar sem tækju á móti símtölunum.Anna Kristín Newton vonast til að hjálparlínan verði að gagni.vísir/ernir„Þetta hefur haft góð áhrif annars staðar og við munum ekki skera okkur úr í því. Þetta fyrsta skref í átt að þessu verkefni er gott og ég bind vonir við að þetta komi til með að hjálpa einhverjum,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. „Varðandi tilkynningarskylduna, sem er rík ef brotið er gegn barni, þá þarf að átta sig á því að það er til fólk sem fær hugsanir um að brjóta kynferðislega á barni, en hefur ekki gert það. Það er þá hægt að aðstoða þá einstaklinga,“ segir Anna.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira