Dansar aðalhlutverk í Carmen á Spáni 9. apríl 2015 08:00 Emilía ásamt dansfélaga sínum Daan Vervoort. Vísir/Björn Árnason Íslenski dansarinn Emilía Benedikta Gísladóttir fer með aðalhlutverkið í uppsetningu dansflokksins Compañía Nacional de Danza á Carmen. „Þetta er bara algjört draumahlutverk. Og sérstaklega gaman að túlka sjálfa Carmen hér á Spáni. Þetta er algjörlega stærsta hlutverk sem ég hef fengið,“ segir Emilía. Verkið verður frumsýnt í kvöld í Teatro de la Zarzuela í Madríd. „Ég hlakka rosalega til. Þetta er búið að vera mikið stress og ýmislegt sem hefur gengið á. En nú er bara að njóta,“ segir hún. Undirbúningur fyrir sýninguna, sem er mjög íburðarmikil, hófst fyrir rúmu ári. „Leikstjórinn, hinn sænski Johan Inger, kom og horfði á sýningar og æfingar hjá okkur í dansflokknum. Svo tóku við tveggja vikna prufur þar sem við þurftum að syngja, dansa og leika heilan helling, svo hann tók sér góðan tíma í að velja,“ segir Emilía, sem hreppti að lokum aðalhlutverkið. „Þetta er alveg ný útgáfa af þessu þekkta verki, en það hafa áður verið gerðar ballettútgáfur af því. Þetta er meiri nútímadans hins vegar.“ Mikið er lagt í sýninguna og prýða stórar auglýsingar með Emilíu strætóa og veggi í neðanjarðarlestargöngum Madrídborgar. „Þetta er svolítið fyndið, en ekkert yfirþyrmandi samt. Madríd er stór borg þannig að ég pæli ekkert í því þannig ef fólk þekkir mig. Fyrir mér skiptir meira máli að njóta þess að sýna verkið,“ segir hún. Eftir frumsýningu taka við tíu sýningar í Madríd, en hópurinn heldur svo í sýningarferð til Þýskalands og um Spán. Emilía hefur verið búsett á Spáni í þrjú ár, þar sem hún býr með fjölskyldunni sinni; manni og syni. „Ég fór í prufur hjá dansflokknum fyrir þremur árum og komst inn. Okkur leist svo vel á að við fluttumst svo hingað og líkar vel.“ CND - Carmen (trailer) from CND on Vimeo. Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
Íslenski dansarinn Emilía Benedikta Gísladóttir fer með aðalhlutverkið í uppsetningu dansflokksins Compañía Nacional de Danza á Carmen. „Þetta er bara algjört draumahlutverk. Og sérstaklega gaman að túlka sjálfa Carmen hér á Spáni. Þetta er algjörlega stærsta hlutverk sem ég hef fengið,“ segir Emilía. Verkið verður frumsýnt í kvöld í Teatro de la Zarzuela í Madríd. „Ég hlakka rosalega til. Þetta er búið að vera mikið stress og ýmislegt sem hefur gengið á. En nú er bara að njóta,“ segir hún. Undirbúningur fyrir sýninguna, sem er mjög íburðarmikil, hófst fyrir rúmu ári. „Leikstjórinn, hinn sænski Johan Inger, kom og horfði á sýningar og æfingar hjá okkur í dansflokknum. Svo tóku við tveggja vikna prufur þar sem við þurftum að syngja, dansa og leika heilan helling, svo hann tók sér góðan tíma í að velja,“ segir Emilía, sem hreppti að lokum aðalhlutverkið. „Þetta er alveg ný útgáfa af þessu þekkta verki, en það hafa áður verið gerðar ballettútgáfur af því. Þetta er meiri nútímadans hins vegar.“ Mikið er lagt í sýninguna og prýða stórar auglýsingar með Emilíu strætóa og veggi í neðanjarðarlestargöngum Madrídborgar. „Þetta er svolítið fyndið, en ekkert yfirþyrmandi samt. Madríd er stór borg þannig að ég pæli ekkert í því þannig ef fólk þekkir mig. Fyrir mér skiptir meira máli að njóta þess að sýna verkið,“ segir hún. Eftir frumsýningu taka við tíu sýningar í Madríd, en hópurinn heldur svo í sýningarferð til Þýskalands og um Spán. Emilía hefur verið búsett á Spáni í þrjú ár, þar sem hún býr með fjölskyldunni sinni; manni og syni. „Ég fór í prufur hjá dansflokknum fyrir þremur árum og komst inn. Okkur leist svo vel á að við fluttumst svo hingað og líkar vel.“ CND - Carmen (trailer) from CND on Vimeo.
Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira