Gunnar Nelson orðinn einn sá besti í veltivigtinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2015 06:00 Gunnar Nelson svaraði tapinu gegn Story með stæl. vísir/Getty Það voru margir skíthræddir við Brandon Thatch sem Gunnar Nelson barðist við í Las Vegas. Hávaxinn og mikill rotari. Strákur með mikið sjálfstraust. Þær áhyggjur reyndust tilhæfulausar. Gunnar undirbjó sig gríðarlega vel, fann hungrið og áhugann aftur. Hann mætti til leiks beittari en nokkru sinni fyrr. Gunnar lærði sína lexíu í tapinu gegn Rick Story í Stokkhólmi á síðasta ári. Hann var ekki rétt stemmdur að flestu leyti. Ólíkur sjálfum sér. Hann ætlaði ekki að gera sömu mistök tvisvar. Kom sér í besta form lífs síns og varð grimmari en áður. Hann var ótrúlega vel stemmdur gegn Thatch og það sást strax. Rotarinn Thatch, sem átti afmæli, mátti síðan sætta sig við að vera kýldur niður. Leiftursnögg högg Gunnars og Bandaríkjamaðurinn féll eins og tré á mitt gólfið. Gunnar stökk svo ofan á Thatch og þá var ljóst hvernig færi. Gunnar var í hlutverki kattarins að leika sér að músinni sem að lokum gafst upp.Leiðin að sigrinum.fréttablaðiðMér leið vel „Mér líður stórkostlega. Þetta var klárlega einn af mínum bestu bardögum,“ sagði Gunnar óvenju brosmildur eftir bardagann. Sigurinn var sætur og hann leyfði sér að sýna tilfinningar. „Við gerðum það sem við höfum verið að vinna með. Mér leið vel og var ánægður með þetta frá a til ö. Þetta var spurning um að finna taktinn standandi og ég fann hann. Hann sótti aðeins á mig sem var fínt því þá gat ég byrjað að lesa hann,“ segir Gunnar en honum leið mjög vel er hann komst ofan á Thatch.Getur slegið niður með báðum „Ég vissi að ég hafði fínan tíma og vissi þá að ég myndi klára hann. Þetta var bara spurning um að vera afslappaður. Taka sér tíma, sem ég og gerði. Hann var bara svona miðlungs í gólfinu eins og flestir sem keppa í þessum styrkleika. Ég vissi líka alltaf hvaða kraftur er í höndunum á mér. Ég get slegið menn niður með báðum höndum og þetta var bara spurning um að finna taktinn.“ Gunnar fer væntanlega inn á topp tíu listann núna og tekur á móti einum af þeim bestu næst. Þangað hefur hann stefnt. Okkar maður fékk ótrúlegan stuðning frá írsku áhorfendunum í höllinni og afmælisbarnið Thatch, sem var á heimavelli, var í raun á útivelli. „Írarnir fylgja Conor út um allt. Ég er búinn að berjast mikið í Írlandi og er með Írana á bak við mig. Það var auðvitað alveg frábært,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Gunnar segir hlutina nákvæmlega eins og þeir eru | Myndband af blaðamannafundi Dana White, forseti UFC, sagði á kaldhæðin hátt að Gunnar Nelson væri maður margra orða á blaðamannafundi eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 13:37 Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59 Rick Story sendi Gunnari kveðju eftir sigurinn í nótt Það er greinilega bræðrakærleikur milli keppinauta í þyngdarflokki Gunnars. 12. júlí 2015 15:30 Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch. 12. júlí 2015 03:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sjá meira
Það voru margir skíthræddir við Brandon Thatch sem Gunnar Nelson barðist við í Las Vegas. Hávaxinn og mikill rotari. Strákur með mikið sjálfstraust. Þær áhyggjur reyndust tilhæfulausar. Gunnar undirbjó sig gríðarlega vel, fann hungrið og áhugann aftur. Hann mætti til leiks beittari en nokkru sinni fyrr. Gunnar lærði sína lexíu í tapinu gegn Rick Story í Stokkhólmi á síðasta ári. Hann var ekki rétt stemmdur að flestu leyti. Ólíkur sjálfum sér. Hann ætlaði ekki að gera sömu mistök tvisvar. Kom sér í besta form lífs síns og varð grimmari en áður. Hann var ótrúlega vel stemmdur gegn Thatch og það sást strax. Rotarinn Thatch, sem átti afmæli, mátti síðan sætta sig við að vera kýldur niður. Leiftursnögg högg Gunnars og Bandaríkjamaðurinn féll eins og tré á mitt gólfið. Gunnar stökk svo ofan á Thatch og þá var ljóst hvernig færi. Gunnar var í hlutverki kattarins að leika sér að músinni sem að lokum gafst upp.Leiðin að sigrinum.fréttablaðiðMér leið vel „Mér líður stórkostlega. Þetta var klárlega einn af mínum bestu bardögum,“ sagði Gunnar óvenju brosmildur eftir bardagann. Sigurinn var sætur og hann leyfði sér að sýna tilfinningar. „Við gerðum það sem við höfum verið að vinna með. Mér leið vel og var ánægður með þetta frá a til ö. Þetta var spurning um að finna taktinn standandi og ég fann hann. Hann sótti aðeins á mig sem var fínt því þá gat ég byrjað að lesa hann,“ segir Gunnar en honum leið mjög vel er hann komst ofan á Thatch.Getur slegið niður með báðum „Ég vissi að ég hafði fínan tíma og vissi þá að ég myndi klára hann. Þetta var bara spurning um að vera afslappaður. Taka sér tíma, sem ég og gerði. Hann var bara svona miðlungs í gólfinu eins og flestir sem keppa í þessum styrkleika. Ég vissi líka alltaf hvaða kraftur er í höndunum á mér. Ég get slegið menn niður með báðum höndum og þetta var bara spurning um að finna taktinn.“ Gunnar fer væntanlega inn á topp tíu listann núna og tekur á móti einum af þeim bestu næst. Þangað hefur hann stefnt. Okkar maður fékk ótrúlegan stuðning frá írsku áhorfendunum í höllinni og afmælisbarnið Thatch, sem var á heimavelli, var í raun á útivelli. „Írarnir fylgja Conor út um allt. Ég er búinn að berjast mikið í Írlandi og er með Írana á bak við mig. Það var auðvitað alveg frábært,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar segir hlutina nákvæmlega eins og þeir eru | Myndband af blaðamannafundi Dana White, forseti UFC, sagði á kaldhæðin hátt að Gunnar Nelson væri maður margra orða á blaðamannafundi eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 13:37 Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59 Rick Story sendi Gunnari kveðju eftir sigurinn í nótt Það er greinilega bræðrakærleikur milli keppinauta í þyngdarflokki Gunnars. 12. júlí 2015 15:30 Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch. 12. júlí 2015 03:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sjá meira
Gunnar segir hlutina nákvæmlega eins og þeir eru | Myndband af blaðamannafundi Dana White, forseti UFC, sagði á kaldhæðin hátt að Gunnar Nelson væri maður margra orða á blaðamannafundi eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 13:37
Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59
Rick Story sendi Gunnari kveðju eftir sigurinn í nótt Það er greinilega bræðrakærleikur milli keppinauta í þyngdarflokki Gunnars. 12. júlí 2015 15:30
Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch. 12. júlí 2015 03:30
Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40
Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06