Innlent

Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur þar sem boðað hefur verið til mótmælanna í dag.
Héraðsdómur Reykjavíkur þar sem boðað hefur verið til mótmælanna í dag. Vísir/Valgarður
Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið.

Um mótmælin segir á Facebook:

„Íslenskir dómstólar eru ófærir um að sinna starfi sínu við að tryggja réttlæti á Íslandi. Niðurstöður dómstóla landsins í nauðgunarmálum hafa verið fáránlegar um árabil og aldrei virðast þær skána. Af aðeins 6 sakfellingum í héraði frá því 1. janúar voru 3 útlendingar og einn hommi. Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir. Hvernig eiga borgarar að treysta slíkum dómstólum í lýðveldi?“

Þá eru settar fram nokkrar kröfur mótmælenda sem krefjast meðal annars þess að jafnræði sé beitt við framfylgd laga og að fleiri kvendómarar verði fengnir til starfa við dómstóla landsins.

„Við mótmælum öll fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur kl. 17:00. Einnig hvetjum við til hliðstæðra mótmæla framan við Héraðsdómshús annars staðar um landið. Við stöndum saman í þessu!“

Nokkrir sýknudómar sem fallið hafa seinustu daga í kynferðisbrotamálum hafa vakið mikla reiði í samfélaginu.

Á mánudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Suðurlands af ákæru um nauðgun gegn samstarfskonu sinni.

Á föstudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur fimm menn af ákæru um að hafa hópnauðgað 16 ára stúlku í Breiðholti í fyrra.

Þá féllu tveir dómar í þessari viku, annars vegar í Héraðsdómi Vestfjarða og hins vegar í Héraðsdómi Vesturlands. Í fyrra málinu var piltur á menntaskólaaldri sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára þroskaskertri stúlku og í seinna málinu var karlmaður sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku.


Tengdar fréttir

Allir sýknaðir af hópnauðgun

Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.