Nokkuð verk fyrir höndum að meta tjón fyrir austan Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2015 20:59 Bryggjan við sjóhúsið á Eskifirði er að stórum hluta farin. MYND/JENS GARÐAR HELGASON Forsætisráðherra hefur óskað eftir að fulltrúar æðstu embættismanna, almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Viðlagatryggingar og fleiri aðila, meti, hvernig bregðast á við því mikla tjóni sem varð í óveðrinu á Austfjörðum síðasta sólarhringinn. Óveðrið gekk með miklum látum yfir Austfirði í gærkvöldi og nótt og náði hámarki sínu snemma í morgun. Menn muna ekki annan eins veðurofsa en miklar skemmdir urðu á mannvirkjum, m.a. á Eskifirði þar sem hafrótið tók undirstöður gömlum bryggjuhúsum og tvær gamlar bryggjur þar eru algerlega horfnar. Þá eru skemmdir á vegum og fokskemmdir víða á húsum og öðrum mannvirkjum. Þá þurfti að dæla vatni úr nokkrum húsum og negla niður þakplötur. Miklar skemmdir urðu einnig á Breiðdalsvík meðal annars á Hafnarhúsi þar sem sveitarfélagið hefur verið með aðstöðu og er þar allt á tjá og tundri samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum. Guðbrandur Arnarson, verkefnisstjóri aðgerðarmála hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, bendir á að vandlega hafði verið varað við veðrinu og því hafi fólk verið eins vel undirbúið og hugsast gat. Veðurspá hafi algerlega gengið eftir. „Við fylgdumst með útköllunum fara upp eftir Austurlandi. Við byrjuðum að fá fyrstu SMS skilaboðin rétt upp úr miðnætti í nótt. Svo sáum við flæðið fara frá Hornafirði, Öræfum upp eftir Austfjörðunum,“ segir Guðbrandur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði eftir því síðdegis að kallaður verði sem fyrst saman hópur ráðuneytisstjóra, fulltrúa almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, Viðlagatryggingar og fleiri aðila til að fara yfir þá stöðu sem skapast hefur á Austurlandi vegna óveðursins. Hópnum er ætlað að meta hvernig bregðast megi við í samráði við heimamenn, en upplýsingar um hamfarirnar hafa nú þegar borist forsætisráðuneytinu þar sem unnið er að öflun frekari gagna. „Við vorum þarna með tvö hundruð manns í verkefnum. Þetta gekk nú nokkuð vel. Það var reyndar ófært á milli flestra fjarða. Ekki óhætt að senda mannskap nema mikið lægi við. Það sem var undir núna var aðallega verðmæti sem hægt er að bæta. Sem betur fer urðu engin slys eða nokkuð sem ógnaði lífi manna,“ segir Guðbrandur. Hann segir veðurhaminn hafa verið mestan á þremur stöðum. „Á Eskifirði, Reyðarfirði og svo á Stöðvarfirði. Þetta eru þeir þrír staðir þar sem veðurhamurinn var mestur og skemmdirnar mestar,“ segir Guðbrandur Arnarson. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Forsætisráðherra hefur óskað eftir að fulltrúar æðstu embættismanna, almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Viðlagatryggingar og fleiri aðila, meti, hvernig bregðast á við því mikla tjóni sem varð í óveðrinu á Austfjörðum síðasta sólarhringinn. Óveðrið gekk með miklum látum yfir Austfirði í gærkvöldi og nótt og náði hámarki sínu snemma í morgun. Menn muna ekki annan eins veðurofsa en miklar skemmdir urðu á mannvirkjum, m.a. á Eskifirði þar sem hafrótið tók undirstöður gömlum bryggjuhúsum og tvær gamlar bryggjur þar eru algerlega horfnar. Þá eru skemmdir á vegum og fokskemmdir víða á húsum og öðrum mannvirkjum. Þá þurfti að dæla vatni úr nokkrum húsum og negla niður þakplötur. Miklar skemmdir urðu einnig á Breiðdalsvík meðal annars á Hafnarhúsi þar sem sveitarfélagið hefur verið með aðstöðu og er þar allt á tjá og tundri samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum. Guðbrandur Arnarson, verkefnisstjóri aðgerðarmála hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, bendir á að vandlega hafði verið varað við veðrinu og því hafi fólk verið eins vel undirbúið og hugsast gat. Veðurspá hafi algerlega gengið eftir. „Við fylgdumst með útköllunum fara upp eftir Austurlandi. Við byrjuðum að fá fyrstu SMS skilaboðin rétt upp úr miðnætti í nótt. Svo sáum við flæðið fara frá Hornafirði, Öræfum upp eftir Austfjörðunum,“ segir Guðbrandur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði eftir því síðdegis að kallaður verði sem fyrst saman hópur ráðuneytisstjóra, fulltrúa almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, Viðlagatryggingar og fleiri aðila til að fara yfir þá stöðu sem skapast hefur á Austurlandi vegna óveðursins. Hópnum er ætlað að meta hvernig bregðast megi við í samráði við heimamenn, en upplýsingar um hamfarirnar hafa nú þegar borist forsætisráðuneytinu þar sem unnið er að öflun frekari gagna. „Við vorum þarna með tvö hundruð manns í verkefnum. Þetta gekk nú nokkuð vel. Það var reyndar ófært á milli flestra fjarða. Ekki óhætt að senda mannskap nema mikið lægi við. Það sem var undir núna var aðallega verðmæti sem hægt er að bæta. Sem betur fer urðu engin slys eða nokkuð sem ógnaði lífi manna,“ segir Guðbrandur. Hann segir veðurhaminn hafa verið mestan á þremur stöðum. „Á Eskifirði, Reyðarfirði og svo á Stöðvarfirði. Þetta eru þeir þrír staðir þar sem veðurhamurinn var mestur og skemmdirnar mestar,“ segir Guðbrandur Arnarson.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira