Enski boltinn

Mahrez klárar líklega tímabilið með Leicester

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Riayd Mahrez er ein ástæða þess að Leicester er á toppnum.
Riayd Mahrez er ein ástæða þess að Leicester er á toppnum. vísir/getty
Riyad Mahrez, Alsíringurinn í liði Leicester, verður að öllum líkindum áfram hjá Refunum og klárar tímabilið með liðinu.

Þessi öflugi miðjumaður hefur farið á kostum með Leicester í vetur og skorað þrettán mörk og lagt upp önnur sjö fyrir sína menn sem verða afar óvænt á toppnum yfir jólin í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Umboðsmaður Mahrez, Kamel Bengougam, segir ekkert formlegt tilboð hafa borist í kappann og segir hann vilja vera áfram hjá Leicester. Þá hefur félagið engan áhuga á að selja hann.

„Ég tel að Leicester vilji ekki selja hann og hann einbeitir sér að því að standa sig vel fyrir liðið. Mahrez vill vera áfram í janúar,“ sagði umboðsmaður hans við Sky Sports.

Leicester er í góðri stöðu með Mahrez því Alsíringurinn skrifaði undir fjögurra ára samning síðasta sumar.


Tengdar fréttir

Safna stigum eins og meistaralið

Leicester City er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar 16 umferðum er lokið. Refirnir unnu Englandsmeistarana til að koma sér aftur á toppinn. Með tvo af heitustu framherjum Evrópu í stuði safnar liðið stigum í sarpinn eins og meistaralið gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×