Enski boltinn

Erfiðasta jóladagskráin hjá Bournemouth og Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Branislav Ivanovic og Willian hjá Chelsea.
Branislav Ivanovic og Willian hjá Chelsea. Vísir/Getty
Blaðamenn Sky Sports hafa farið yfir leiki ensku úrvalsdeildarliðinna yfir jól og áramótin og reiknað út hvaða lið í deildinni eiga erfiðustu leikina yfir hátíðirnar í ár.

Þetta gætu orðið erfið jól fyrir nýliða Bournemouth og Watford og þá verður þetta ekki auðveld byrjun fyrir Guus Hiddink sem knattspyrnustjóra Chelsea. Það er bara Bournemouth sem á erfiðari leiki á pappírnum.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City eru enn ekki búnir að fá nýjan stjóra og það er á herðum Alan Curtis að stýra liðinu í gegnum fjórðu erfiðustu leikjadagskrá jólahátíðarinnar.

Lið eins og Leicester City, Manchester City, Liverpool og Stoke City eru um miðjan listann en það eru nokkur lið sem ættu að geta safnað vel af stigum ef litið er á það í hvaða sætum næstu mótherjar liðsins eru.

Lærisveinar Alan Pardew í Crystal Palace eiga nefnilega léttustu leikina á pappírnum en Palace-liðið mætir Bournemouth, Swansea  og Chelsea yfir hátíðirnar.

Það sem kerfi Sky Sports reiknar þó ekki með er að Bournemouth hefur unnið þrjá leiki í röð og það má búast við að Chelsea-liðið sé vaknað eftir Mourinho-martröðina. Þetta er lítur því kannski alltof vel út á pappírnum.

Arsenal vann mikilvægan sigur á Manchester City í gær og ætti að geta fengið mörg stig yfir hátíðarnar þegar liðið mætir Southampton á útivelli og svo Bournemouth og Newcastle heima.

Louis Van Gaal fær líka tækifæri til að koma Manchester United liðinu í gang en aðeins West Bromwich og Crystal Palace eru með léttari leikjaröð en United-liðið um þessi jól.

Manchester United mætir samt Chelsea í athyglisverðum leik tveggja vonbrigðaliða 28. desember og fær síðan Swansea í heimsókn en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa reynst afar erfiðir í síðustu leikjum liðanna.

Gylfi Þór Sigurðsson.Vísir/Getty
Erfiðasta jóladagskráin í ensku úrvalsdeildinni:

Bournemouth

26. desember - Crystal Palace (heima): 6. sæti

28. desember - Arsenal (úti): 2. sæti

2. janúar - Leicester (úti): 1. sæti

Meðalstaða mótherja: 3

Chelsea

26. desember - Watford (heima): 7. sæti

28. desember - Man Utd (úti): 5. sæti

3. janúar - Crystal Palace (úti): 6. sæti

Meðalstaða mótherja: 6

Watford

26. desember - Chelsea (úti): 15. sæti

28. desember - Tottenham (heima): 4. sæti

2. janúar - Man City (heima): 3. sæti

Meðalstaða mótherja: 7,3

Swansea

26. desember - West Brom (heima): 13. sæti

28. desember - Crystal Palace (úti): 6. sæti

2. janúar - Man Utd (úti): 5. sæti

Meðalstaða mótherja:  8

Newcastle

26. desember - Everton (heima): 10. sæti

28. desember - West Brom (úti): 13. sæti

2. janúar - Arsenal (úti): 2. sæti

Meðalstaða mótherja:  8,3

Leikmenn Arsenal.Vísir/Getty
Léttasta jóladagskráin í ensku úrvalsdeildinni:

Arsenal

26. desember - Southampton (úti): 12. sæti

28. desember - Bournemouth (heima): 14. sæti

2. janúar - Newcastle (heima): 17. sæti

Meðalstaða mótherja:   14,3

Aston Villa

26. desember - West Ham (heima): 8. sæti

28. desember - Norwich (úti): 16. sæti

2. janúar - Sunderland (úti): 19. sæti

Meðalstaða mótherja:  14,3

Manchester United

26. desember - Stoke (úti): 11. sæti

28. desember - Chelsea (heima): 15. sæti

2. janúar - Swansea (heima): 18. sæti

Meðalstaða mótherja:  14,8

West Brom

26. desember - Swansea (úti): 18. sæti

28. desember - Newcastle (heima): 17. sæti

2. janúar - Stoke (heima): 11. sæti

Meðalstaða mótherja:  15,3

Crystal Palace

26. desember - Bournemouth (úti): 14. sæti

28. desember - Swansea (heima): 18. sæti

3. janúar - Chelsea (heima): 15. sæti

Meðalstaða mótherja:  15,6

Það er síðan hægt að sjá allan listann á Sky Sports með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×