Níu tíma jólafótboltaveisla í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. desember 2015 09:00 vísir/getty Jól og áramót eru tíminn þegar liðin í ensku úrvalsdeildinni sýna það og sanna hvort þau hafi burði til að berjast um eftirsóttustu sætin . Spiluð verður heil umferð á öðrum degi jóla og svo verða aftur leikir 28. til 30. desember. Liðin spila líka 2. og 3. janúar og þetta eru því þrír leikir á rúmri viku sem þýðir að mikið getur breyst á stuttum tíma. Aðdáendur enska boltans geta þannig eytt níu klukkutímum í sófanum á öðrum degi jóla eða allt frá því þegar Stoke og Manchester City hefja leik 12.45 þar til að leik Southampton og Arsenal lýkur rétt fyrir 22.00. Mikið er búð að vera um óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem kristallast í því að Leicester, botnlið deildarinnar fyrir ári, situr nú eitt í toppsætinu. Frammistaða nýliða Watford og Bournemouth að undanförnu hefur aukið óvissuna enn frekar. Leikir annars dags jóla gætu boðið upp á enn frekari dramatík. Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er mjög valtur í sessi, Guus Hiddink mun stýra Chelsea-liðinu í fyrsta sinn og Jürgen Klopp þarf að rífa Liverpool-liðið upp eftir hver vonbrigðarúrslitin á fætur öðrum að undanförnu. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru komnir niður í fallsæti og þurfa nauðsynlega á stigum að halda og þá bíða allir spenntir eftir því hvort spútniklið eins og Leicester City eða Watford geti haldið út. Fréttablaðið skoðar aðeins betur þá leiki sem menn mega helst ekki missa af í ensku úrvalsdeildinni um þessi jól.Stoke City - Manchester UnitedLaugardagur 26. desember12.45 Stöð 2 Sport 2 Manchester United hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og ekki unnið leik síðan 21. nóvember. Framtíð Louis Van Gaal sem knattspyrnustjóra liðsins er undir í þessum leik og þegar staðan er svo alvarleg þá gerast verkefnin varla erfiðari en að sækja stig á Brittannia. Jose Mourinho fylgist örugglega vel með úr fjarlægð.Liverpool - Leicester CityLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 2 Liverpool fær tækifæri til að vinna annað topplið á stuttum tíma en liðið vann 4-1 sigur á Manchester City fyrir nokkrum vikum. Leicester hefur hins vegar aðeins tapað einum leik á tímabilinu og sá var fyrir 90 dögum. Hver veit nema Jürgen Klopp finn lausnina á risavandmálinu að reyna að stoppa þá Jamie Vardy og Riyad Mahrez hjá Leicester City.Chelsea - WatfordLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 3 Chelsea vann öruggan sigur á Sunderland í fyrsta leik eftir brottrekstur Jose Mourinho og nú stýrir Guus Hiddink liðinu í fyrsta sinn. Nýliðar Watford unnu 3-0 sigur á Liverpool í síðasta leik og hafa náð í 12 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum leikjum. Hiddink byrjar því á móti einu heitasta liði deildarinnar.Swansea City -West Bromwich albionLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 6 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa ekki unnið í undanförnum sjö leikjum eða síðan Gylfi skoraði síðast í 2-1 sigri á Aston Villa 24. október. Gylfi mætir þarna liðinu sem hann hefur skorað flest mörk á móti og gefið flestar stoðsendingar á móti í leikjum sínum í öllum keppnum á Englandi.Southampton - ArsenalLaugardagur 26. desember Arsenal-stuðningsmenn sjá titilinn í hillingum eftir sigurinn á Manchester City á dögunum og frábært gengi í leikjunum á móti liðum í efstu sætum deildarinnar. Arsenal hefur aftur á móti aðeins náð í eitt stig út úr síðustu tveimur leikjum á móti liðum um miðja deild og þarf að vinna leik eins og þennan ætli liðið að vinna deildina í fyrsta sinn frá 2004.Framhaldið á jólaveislunni Mánudagur 28. desember 15.00 Stöð 2 Sport 2 Crystal Palace - Swansea Mánudagur 28. desember 15.00 Stöð 2 Sport 3 Watford - Tottenham Mánudagur 28. desember 17.30 Stöð 2 Sport 2 Manchester United - Chelsea Mánudagur 28. desember 17.30 Stöð 2 Sport 3 Arsenal - Bournemouth Þriðjudagur 29. desember 19.45 Stöð 2 Sport 2 Leicester City - Manchester City Miðvikudagur 30. desember 19.45 Stöð 2 Sport 2 Sunderland - Liverpool Enski boltinn Mest lesið Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Giftu sig á Gamlársdag Handbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Jól og áramót eru tíminn þegar liðin í ensku úrvalsdeildinni sýna það og sanna hvort þau hafi burði til að berjast um eftirsóttustu sætin . Spiluð verður heil umferð á öðrum degi jóla og svo verða aftur leikir 28. til 30. desember. Liðin spila líka 2. og 3. janúar og þetta eru því þrír leikir á rúmri viku sem þýðir að mikið getur breyst á stuttum tíma. Aðdáendur enska boltans geta þannig eytt níu klukkutímum í sófanum á öðrum degi jóla eða allt frá því þegar Stoke og Manchester City hefja leik 12.45 þar til að leik Southampton og Arsenal lýkur rétt fyrir 22.00. Mikið er búð að vera um óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem kristallast í því að Leicester, botnlið deildarinnar fyrir ári, situr nú eitt í toppsætinu. Frammistaða nýliða Watford og Bournemouth að undanförnu hefur aukið óvissuna enn frekar. Leikir annars dags jóla gætu boðið upp á enn frekari dramatík. Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er mjög valtur í sessi, Guus Hiddink mun stýra Chelsea-liðinu í fyrsta sinn og Jürgen Klopp þarf að rífa Liverpool-liðið upp eftir hver vonbrigðarúrslitin á fætur öðrum að undanförnu. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru komnir niður í fallsæti og þurfa nauðsynlega á stigum að halda og þá bíða allir spenntir eftir því hvort spútniklið eins og Leicester City eða Watford geti haldið út. Fréttablaðið skoðar aðeins betur þá leiki sem menn mega helst ekki missa af í ensku úrvalsdeildinni um þessi jól.Stoke City - Manchester UnitedLaugardagur 26. desember12.45 Stöð 2 Sport 2 Manchester United hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og ekki unnið leik síðan 21. nóvember. Framtíð Louis Van Gaal sem knattspyrnustjóra liðsins er undir í þessum leik og þegar staðan er svo alvarleg þá gerast verkefnin varla erfiðari en að sækja stig á Brittannia. Jose Mourinho fylgist örugglega vel með úr fjarlægð.Liverpool - Leicester CityLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 2 Liverpool fær tækifæri til að vinna annað topplið á stuttum tíma en liðið vann 4-1 sigur á Manchester City fyrir nokkrum vikum. Leicester hefur hins vegar aðeins tapað einum leik á tímabilinu og sá var fyrir 90 dögum. Hver veit nema Jürgen Klopp finn lausnina á risavandmálinu að reyna að stoppa þá Jamie Vardy og Riyad Mahrez hjá Leicester City.Chelsea - WatfordLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 3 Chelsea vann öruggan sigur á Sunderland í fyrsta leik eftir brottrekstur Jose Mourinho og nú stýrir Guus Hiddink liðinu í fyrsta sinn. Nýliðar Watford unnu 3-0 sigur á Liverpool í síðasta leik og hafa náð í 12 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum leikjum. Hiddink byrjar því á móti einu heitasta liði deildarinnar.Swansea City -West Bromwich albionLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 6 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa ekki unnið í undanförnum sjö leikjum eða síðan Gylfi skoraði síðast í 2-1 sigri á Aston Villa 24. október. Gylfi mætir þarna liðinu sem hann hefur skorað flest mörk á móti og gefið flestar stoðsendingar á móti í leikjum sínum í öllum keppnum á Englandi.Southampton - ArsenalLaugardagur 26. desember Arsenal-stuðningsmenn sjá titilinn í hillingum eftir sigurinn á Manchester City á dögunum og frábært gengi í leikjunum á móti liðum í efstu sætum deildarinnar. Arsenal hefur aftur á móti aðeins náð í eitt stig út úr síðustu tveimur leikjum á móti liðum um miðja deild og þarf að vinna leik eins og þennan ætli liðið að vinna deildina í fyrsta sinn frá 2004.Framhaldið á jólaveislunni Mánudagur 28. desember 15.00 Stöð 2 Sport 2 Crystal Palace - Swansea Mánudagur 28. desember 15.00 Stöð 2 Sport 3 Watford - Tottenham Mánudagur 28. desember 17.30 Stöð 2 Sport 2 Manchester United - Chelsea Mánudagur 28. desember 17.30 Stöð 2 Sport 3 Arsenal - Bournemouth Þriðjudagur 29. desember 19.45 Stöð 2 Sport 2 Leicester City - Manchester City Miðvikudagur 30. desember 19.45 Stöð 2 Sport 2 Sunderland - Liverpool
Enski boltinn Mest lesið Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Giftu sig á Gamlársdag Handbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira