Níu tíma jólafótboltaveisla í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. desember 2015 09:00 vísir/getty Jól og áramót eru tíminn þegar liðin í ensku úrvalsdeildinni sýna það og sanna hvort þau hafi burði til að berjast um eftirsóttustu sætin . Spiluð verður heil umferð á öðrum degi jóla og svo verða aftur leikir 28. til 30. desember. Liðin spila líka 2. og 3. janúar og þetta eru því þrír leikir á rúmri viku sem þýðir að mikið getur breyst á stuttum tíma. Aðdáendur enska boltans geta þannig eytt níu klukkutímum í sófanum á öðrum degi jóla eða allt frá því þegar Stoke og Manchester City hefja leik 12.45 þar til að leik Southampton og Arsenal lýkur rétt fyrir 22.00. Mikið er búð að vera um óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem kristallast í því að Leicester, botnlið deildarinnar fyrir ári, situr nú eitt í toppsætinu. Frammistaða nýliða Watford og Bournemouth að undanförnu hefur aukið óvissuna enn frekar. Leikir annars dags jóla gætu boðið upp á enn frekari dramatík. Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er mjög valtur í sessi, Guus Hiddink mun stýra Chelsea-liðinu í fyrsta sinn og Jürgen Klopp þarf að rífa Liverpool-liðið upp eftir hver vonbrigðarúrslitin á fætur öðrum að undanförnu. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru komnir niður í fallsæti og þurfa nauðsynlega á stigum að halda og þá bíða allir spenntir eftir því hvort spútniklið eins og Leicester City eða Watford geti haldið út. Fréttablaðið skoðar aðeins betur þá leiki sem menn mega helst ekki missa af í ensku úrvalsdeildinni um þessi jól.Stoke City - Manchester UnitedLaugardagur 26. desember12.45 Stöð 2 Sport 2 Manchester United hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og ekki unnið leik síðan 21. nóvember. Framtíð Louis Van Gaal sem knattspyrnustjóra liðsins er undir í þessum leik og þegar staðan er svo alvarleg þá gerast verkefnin varla erfiðari en að sækja stig á Brittannia. Jose Mourinho fylgist örugglega vel með úr fjarlægð.Liverpool - Leicester CityLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 2 Liverpool fær tækifæri til að vinna annað topplið á stuttum tíma en liðið vann 4-1 sigur á Manchester City fyrir nokkrum vikum. Leicester hefur hins vegar aðeins tapað einum leik á tímabilinu og sá var fyrir 90 dögum. Hver veit nema Jürgen Klopp finn lausnina á risavandmálinu að reyna að stoppa þá Jamie Vardy og Riyad Mahrez hjá Leicester City.Chelsea - WatfordLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 3 Chelsea vann öruggan sigur á Sunderland í fyrsta leik eftir brottrekstur Jose Mourinho og nú stýrir Guus Hiddink liðinu í fyrsta sinn. Nýliðar Watford unnu 3-0 sigur á Liverpool í síðasta leik og hafa náð í 12 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum leikjum. Hiddink byrjar því á móti einu heitasta liði deildarinnar.Swansea City -West Bromwich albionLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 6 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa ekki unnið í undanförnum sjö leikjum eða síðan Gylfi skoraði síðast í 2-1 sigri á Aston Villa 24. október. Gylfi mætir þarna liðinu sem hann hefur skorað flest mörk á móti og gefið flestar stoðsendingar á móti í leikjum sínum í öllum keppnum á Englandi.Southampton - ArsenalLaugardagur 26. desember Arsenal-stuðningsmenn sjá titilinn í hillingum eftir sigurinn á Manchester City á dögunum og frábært gengi í leikjunum á móti liðum í efstu sætum deildarinnar. Arsenal hefur aftur á móti aðeins náð í eitt stig út úr síðustu tveimur leikjum á móti liðum um miðja deild og þarf að vinna leik eins og þennan ætli liðið að vinna deildina í fyrsta sinn frá 2004.Framhaldið á jólaveislunni Mánudagur 28. desember 15.00 Stöð 2 Sport 2 Crystal Palace - Swansea Mánudagur 28. desember 15.00 Stöð 2 Sport 3 Watford - Tottenham Mánudagur 28. desember 17.30 Stöð 2 Sport 2 Manchester United - Chelsea Mánudagur 28. desember 17.30 Stöð 2 Sport 3 Arsenal - Bournemouth Þriðjudagur 29. desember 19.45 Stöð 2 Sport 2 Leicester City - Manchester City Miðvikudagur 30. desember 19.45 Stöð 2 Sport 2 Sunderland - Liverpool Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Jól og áramót eru tíminn þegar liðin í ensku úrvalsdeildinni sýna það og sanna hvort þau hafi burði til að berjast um eftirsóttustu sætin . Spiluð verður heil umferð á öðrum degi jóla og svo verða aftur leikir 28. til 30. desember. Liðin spila líka 2. og 3. janúar og þetta eru því þrír leikir á rúmri viku sem þýðir að mikið getur breyst á stuttum tíma. Aðdáendur enska boltans geta þannig eytt níu klukkutímum í sófanum á öðrum degi jóla eða allt frá því þegar Stoke og Manchester City hefja leik 12.45 þar til að leik Southampton og Arsenal lýkur rétt fyrir 22.00. Mikið er búð að vera um óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem kristallast í því að Leicester, botnlið deildarinnar fyrir ári, situr nú eitt í toppsætinu. Frammistaða nýliða Watford og Bournemouth að undanförnu hefur aukið óvissuna enn frekar. Leikir annars dags jóla gætu boðið upp á enn frekari dramatík. Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er mjög valtur í sessi, Guus Hiddink mun stýra Chelsea-liðinu í fyrsta sinn og Jürgen Klopp þarf að rífa Liverpool-liðið upp eftir hver vonbrigðarúrslitin á fætur öðrum að undanförnu. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru komnir niður í fallsæti og þurfa nauðsynlega á stigum að halda og þá bíða allir spenntir eftir því hvort spútniklið eins og Leicester City eða Watford geti haldið út. Fréttablaðið skoðar aðeins betur þá leiki sem menn mega helst ekki missa af í ensku úrvalsdeildinni um þessi jól.Stoke City - Manchester UnitedLaugardagur 26. desember12.45 Stöð 2 Sport 2 Manchester United hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og ekki unnið leik síðan 21. nóvember. Framtíð Louis Van Gaal sem knattspyrnustjóra liðsins er undir í þessum leik og þegar staðan er svo alvarleg þá gerast verkefnin varla erfiðari en að sækja stig á Brittannia. Jose Mourinho fylgist örugglega vel með úr fjarlægð.Liverpool - Leicester CityLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 2 Liverpool fær tækifæri til að vinna annað topplið á stuttum tíma en liðið vann 4-1 sigur á Manchester City fyrir nokkrum vikum. Leicester hefur hins vegar aðeins tapað einum leik á tímabilinu og sá var fyrir 90 dögum. Hver veit nema Jürgen Klopp finn lausnina á risavandmálinu að reyna að stoppa þá Jamie Vardy og Riyad Mahrez hjá Leicester City.Chelsea - WatfordLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 3 Chelsea vann öruggan sigur á Sunderland í fyrsta leik eftir brottrekstur Jose Mourinho og nú stýrir Guus Hiddink liðinu í fyrsta sinn. Nýliðar Watford unnu 3-0 sigur á Liverpool í síðasta leik og hafa náð í 12 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum leikjum. Hiddink byrjar því á móti einu heitasta liði deildarinnar.Swansea City -West Bromwich albionLaugardagur 26. desember15.00 Stöð 2 Sport 6 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa ekki unnið í undanförnum sjö leikjum eða síðan Gylfi skoraði síðast í 2-1 sigri á Aston Villa 24. október. Gylfi mætir þarna liðinu sem hann hefur skorað flest mörk á móti og gefið flestar stoðsendingar á móti í leikjum sínum í öllum keppnum á Englandi.Southampton - ArsenalLaugardagur 26. desember Arsenal-stuðningsmenn sjá titilinn í hillingum eftir sigurinn á Manchester City á dögunum og frábært gengi í leikjunum á móti liðum í efstu sætum deildarinnar. Arsenal hefur aftur á móti aðeins náð í eitt stig út úr síðustu tveimur leikjum á móti liðum um miðja deild og þarf að vinna leik eins og þennan ætli liðið að vinna deildina í fyrsta sinn frá 2004.Framhaldið á jólaveislunni Mánudagur 28. desember 15.00 Stöð 2 Sport 2 Crystal Palace - Swansea Mánudagur 28. desember 15.00 Stöð 2 Sport 3 Watford - Tottenham Mánudagur 28. desember 17.30 Stöð 2 Sport 2 Manchester United - Chelsea Mánudagur 28. desember 17.30 Stöð 2 Sport 3 Arsenal - Bournemouth Þriðjudagur 29. desember 19.45 Stöð 2 Sport 2 Leicester City - Manchester City Miðvikudagur 30. desember 19.45 Stöð 2 Sport 2 Sunderland - Liverpool
Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira