Enski boltinn

Ensk þjálfaragoðsögn fallin frá

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Howe ásamt Terry Venables árið 1994.
Howe ásamt Terry Venables árið 1994. vísir/getty
Don Howe, fyrrverandi leikmaður og aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, lést í gær 80 ára að aldri.

Howe lék á sínum tíma með West Brom og Arsenal og þjálfaði bæði lið eftir að ferlinum lauk. Howe stýrði einnig Galatasary í Tyrklandi, QPR og Coventry City.

Howe spilaði 23 landsleiki á árunum 1957-59 og var hluti af enska landsliðinu sem lék á HM í Svíþjóð 1958.

Hann varð síðan aðstoðarþjálfari enska landsliðsins og starfaði með landsliðsþjálfurunum Ren Greenwood, Bobby Robson og Terry Venables.

Howe hafði varnarleikinn oftast á sinni könnu en í ævisögu sinni segir Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins og núverandi stjóri Valencia, að varnarþjálfunin hjá Howe hafi verið ein sú besta sem hann hafi fengið á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×