Enski boltinn

Sturridge að verða klár á nýjan leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sturridge á æfingu með Liverpool á dögunum.
Sturridge á æfingu með Liverpool á dögunum. vísir/getty
Daniel Sturridge, framherji Liverpool, gæti byrjað að spila með liðinu á allra næstu dögum, en hann greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær. Ekki eru margir leikfærir framherjar hjá Liverpool þessa daganna.

Sturridge er einn af þeim leikmönnum Liverpool sem er á meiðslalistanum, en hann hefur nú misst af fjórum leikjum í röð vegna meiðsla sem hann varð fyrir í nóvember.

Þessi 26 ára gamli framherji hefur einungis spilað sex leiki á tímabilinu og skorað fjögur mörk. Hann var í stúkunni í gær þegar Christian Benteke tryggði Liverpool 1-0 sigur á toppliði Leicester, en fyrr í þeim leik fór Divock Origi af velli vegna meiðsla.

Þau meiðsli gera Benteke að eina framherja Liverpool sem er heill heilsu, en Sturridge gaf það út skömmu eftir leikinn að hann gæti verið klár á allra næstu dögum.

Frábær jólagjöf frá strákunum að ná að vinna. Ég er að byrjaður að æfa og er klár að byrja,” skrifaði Sturridge á Twitter-síðu sína, en tístið má sjá hér neðar í fréttinni.

Liverpool mætir Sunderland á miðvikudag á leikvangi ljóssins, en ólíklegt verður að teljast að Sturridge spili þann leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×