Enski boltinn

Van Gaal: Verðum að þora að spila okkar fótbolta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Gaal gengur til búningsherbergja eftir leikinn í gær.
Van Gaal gengur til búningsherbergja eftir leikinn í gær. vísir/getty
Louis van Gaal, hollenski stjóri Manchester United, sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og vikur segir að Manchester United verði að þora að spila sinn fótbolta gegn Chelsea á morgun.

United tapaði gegn Stoke í gær, jóladag, og er stjórasætið ansi heitt á Leikvangi draumanna. Þeir hafa ekki tapað fjórum leikjum í röð á sama tímabilinu síðan 1961 og eru án sigurs í síðustu sjö leikjum.

„Þú getur sagt að þú getur komist fljótt yfir tapið með að spila gegn Chelsea en í tímanum á milli verðuru að endurheimta kraftana því leikmennirnir hafa gefið allt," sagði Van Gaal við MUTV.

Sjá einnig: Southampton skellti Arsenal og kom í veg fyrir að þeir færu á toppinn | Sjáðu mörkin

„Þá verðuru að stýra því að þú sért með sjálfstraust inn í Chelsea leikinn og þorir að spila fótbolta - þinn fótbolta. Það er mjög erfitt að gera það tveimur dögum síðar, en við munum reyna."

Michael Carrick er ánægður með að fá leik svona fljótt eftir skellinn gegn Stkoe.

„Fótbolti getur breyst svo hratt. Á þessum tímapunkti er erfitt að kyngja þessu og þetta verður sárt í nokkra daga," sagði Carrick og bætti við:

„Við þurfum að vera klárir á mánudag. Þetta getur breyst svo fljótt og ef við náum góðum sigri kemur tilfinningin aftur. Vonandi getum við notað það til að sparka okkur af stað," sagði enski landsliðsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×