Enski boltinn

Van Gaal ætlar ekki að hætta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði eftir jafntefli liðsins gegn Chelsea í kvöld að hann ætli ekki að segja upp starfi sínu.

Van Gaal, sem hefur verið mikið gagnrýndur á tímabilinu, sagði á dögunum að hann gæti þess vegna ákveðið að hætta sjálfur ef honum sýndist svo.

Hann var spurður um framtíð sína hjá United eftir leikinn í kvöld en hann sagði að hún væri aukaatriði.

Sjá einnig: Markverðirnir í aðalhlutverki í stórslagnum

„Ég hef ekkert með það að segja. Ég vinn bara með leikmönnum mínum og maður sér að þeir eru að berjast og leggja sig fram fyrir mig,“ sagði hann eftir leikinn í kvöld.

„Þrátt fyrir úrslitin í kvöld voru stuðningsmenn klappandi eftir leikinn þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur.“

„Maður veit aldrei í knattspyrnunni en ég hef fulla trú á stjórn félagsins og leikmönnum mínum.“

Sjá einnig: Rooney: Úrslitin vonbrigði

„Mun ég hætta? Þvert á móti. Það er engin ástæða til þess eftir svona frammistöðu. Kannski vilja fjölmiðlar að ég hætti en það ætla ég ekki að gera. Þetta snýst fyrst og fremst um að standa við mína skuldbindingu við félagið og klára samninginn.“


Tengdar fréttir

Rooney: Úrslitin vonbrigði

Wayne Rooney segir að Manchester United muni koma til baka eftir jafntefli gegn Chelsea í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×