Enski boltinn

Gylfi hefði getað skorað þrennu hjá Joe Hart | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson svekkir sig í leiknum í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson svekkir sig í leiknum í gær. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson átti mjög fínan leik með Swansea City í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið tapaði 2-1 á útivelli á móti Manchester City.

Gylfi og félagar fengu færi til þess að fá mun meira út úr þessum leik en City-liðið skoraði sigurmark sitt í uppbótartíma leiksins.

Þetta var einn allra besta frammistaða Gylfa á tímabilinu en hann var valinn bestur hjá Swansea hjá mörgum miðlum þar á meðal hjá Wales Online og Daily Mail.

Gylfi átti möguleika á því að skora eitt, tvö eða jafnvel þrjú mörk hjá Joe Hart í þessum leik ef íslenski miðjumaðurinn hefði haft heppnina með sér.

Enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart varði hinsvegar vel frá okkar manni auk þess að mark sem Gylfi skoraði undir lok leiksins var dæmt af.

Hér fyrir neðan má sjá myndband með færum Gylfa í leiknum en það var Ríkharð Guðnason sem lýsti leiknum með tilþrifum.

Gylfa er farið að lengja eftir marki í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur ekki skorað síðan á móti Aston Villa 24. október. Með fleiri svona frammistöðum eins og í gær er ekki spurning um að sú bið verið senn á enda.

Hér fyrir neðan má sjá samantekt á færum Gylfa í leiknum á Ethiad-leikvanginum í gær.

Færi Gylfa Þórs Sigurðssonar á móti Manchester City

Tengdar fréttir

Messan: Neisti í Gylfa | Myndband

Gylfi Þór Sigurðsson átti ágætan leik þegar Swansea steinlá, 0-3, fyrir Leicester City í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×