Enski boltinn

Gylfi fær nýjan stjóra í byrjun næstu viku

Tómas Þór Þór skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leik gegn Liverpool.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik gegn Liverpool. vísir/getty
Swansea vonast til að ráða nýjan knattspyrnustjóra í byrjun næstu viku samkvæmt heimildum Sky Sports.

Swansea er enn að vinna í lista yfir stjóra sem geta tekið við af Garry Monk, en Monk var rekinn í byrjun vikunnar eftir að vinna aðeins einn af síðustu ellefu leikjum liðsins í úrvalsdeildinni.

Samkvæmt Sky Sports eru Gus Poyet, Avram Grant og David Moyes líklegastir til að taka við Swansea en breska blaðið Independent bætti nafni Ryan Giggs í pottinn í dag.

Swansea er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir skelfilegt gengi undanfarnar vikur. Liðið hefur ekki unnið sigur í síðustu sex leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×