Hélt í sáttaleiðangur til Moskvu Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. desember 2015 07:00 John Kerry leggur við eyrun á fundi með starfsbróður sínum, Sergei Lavrov, í Moskvu vísir/EPA John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sat í gær á fundum í Moskvu með Vladimír Pútín forseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra, í von um að geta jafnað ágreining ríkjanna um borgarastyrjöldina í Sýrlandi. „Ég vona að við getum fundið einhvern sameiginlegan grundvöll,“ sagði Kerry við blaðamenn. „Jafnvel þótt við höfum verið ósammála um sumt þá höfum við getað unnið að ákveðnum málum með góðum árangri.“ Bandaríkin hafa í meira en ár varpað sprengjum í gríð og erg á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. Í september hófu Rússar svo að varpa sprengjum á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal liðsmenn Daish-samtakanna. Yfirlýst markmið Rússa hefur verið að styrkja stöðu Bashar al Assads forseta, en Bandaríkin og Vesturlönd almennt telja ekki koma til greina að styðja hann með neinum hætti. Frakkar tóku svo að varpa sprengjum á Daish-samtökin eftir voðaverkin í París í nóvember. Bretar og fleiri vestrænar þjóðir hafa einnig ákveðið að vera með í þessum hernaði. Jórdanía og fleiri ríki í Mið-Austurlöndum hafa einnig gert sprengjuárásir á Íslamska ríkið. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa ítrekað sagt að allar þessar sprengjur hafi kostað fjölda almennra borgara lífið. Þá skýrði Sádi-Arabía í gær frá því að 34 ríki verði meðlimir í nýju hernaðarbandalagi, sem beint verður gegn Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum eins og þau nefnast ef notast er við arabísku skammstöfunina. Mohammed bin Salman, varnarmálaráðherra Sádi-Arabíu og varakrónprins landsins, segir Íslamska ríkið vera sjúkdóm sem hinn íslamski heimur verði að berjast gegn. Flest eru þetta ríki, þar sem múslimar eru í miklum meirihluta íbúa. Þar á meðal má nefna Egyptaland, Tyrkland, Jórdaníu og Pakistan, en hvorki Íran né Indónesía eru þó með í þessu nýja bandalagi. Bandaríkjamenn fögnuðu í gær framtaki Sádi-Arabíu: „Almennt séð virðist þetta í meginatriðum í samræmi við það sem við höfum verið að hvetja til um nokkra hríð, sem er að lönd súnní-múslima taki meiri þátt í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem í gær var staddur í Tyrklandi.Aðildarríki nýja bandalagsins gegn Daish:Barein, Bangladess, Benín, Djíbútí, Fílabeinsströndin, Gabon, Gínea, Palestína, Jemen, Jórdanía, Katar, Komoros-eyjar, Kúveit, Líbanon, Líbía, Maldív-eyjar, Malí, Malasía, Egyptaland, Marokkó, Máritania, Níger, Nígería, Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía, Senegal, Sierra Leone, Sómalía, Súdan, Tógó, Tsjad, Tyrkland og Túnis. Máritanía Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sat í gær á fundum í Moskvu með Vladimír Pútín forseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra, í von um að geta jafnað ágreining ríkjanna um borgarastyrjöldina í Sýrlandi. „Ég vona að við getum fundið einhvern sameiginlegan grundvöll,“ sagði Kerry við blaðamenn. „Jafnvel þótt við höfum verið ósammála um sumt þá höfum við getað unnið að ákveðnum málum með góðum árangri.“ Bandaríkin hafa í meira en ár varpað sprengjum í gríð og erg á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. Í september hófu Rússar svo að varpa sprengjum á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal liðsmenn Daish-samtakanna. Yfirlýst markmið Rússa hefur verið að styrkja stöðu Bashar al Assads forseta, en Bandaríkin og Vesturlönd almennt telja ekki koma til greina að styðja hann með neinum hætti. Frakkar tóku svo að varpa sprengjum á Daish-samtökin eftir voðaverkin í París í nóvember. Bretar og fleiri vestrænar þjóðir hafa einnig ákveðið að vera með í þessum hernaði. Jórdanía og fleiri ríki í Mið-Austurlöndum hafa einnig gert sprengjuárásir á Íslamska ríkið. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa ítrekað sagt að allar þessar sprengjur hafi kostað fjölda almennra borgara lífið. Þá skýrði Sádi-Arabía í gær frá því að 34 ríki verði meðlimir í nýju hernaðarbandalagi, sem beint verður gegn Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum eins og þau nefnast ef notast er við arabísku skammstöfunina. Mohammed bin Salman, varnarmálaráðherra Sádi-Arabíu og varakrónprins landsins, segir Íslamska ríkið vera sjúkdóm sem hinn íslamski heimur verði að berjast gegn. Flest eru þetta ríki, þar sem múslimar eru í miklum meirihluta íbúa. Þar á meðal má nefna Egyptaland, Tyrkland, Jórdaníu og Pakistan, en hvorki Íran né Indónesía eru þó með í þessu nýja bandalagi. Bandaríkjamenn fögnuðu í gær framtaki Sádi-Arabíu: „Almennt séð virðist þetta í meginatriðum í samræmi við það sem við höfum verið að hvetja til um nokkra hríð, sem er að lönd súnní-múslima taki meiri þátt í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem í gær var staddur í Tyrklandi.Aðildarríki nýja bandalagsins gegn Daish:Barein, Bangladess, Benín, Djíbútí, Fílabeinsströndin, Gabon, Gínea, Palestína, Jemen, Jórdanía, Katar, Komoros-eyjar, Kúveit, Líbanon, Líbía, Maldív-eyjar, Malí, Malasía, Egyptaland, Marokkó, Máritania, Níger, Nígería, Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía, Senegal, Sierra Leone, Sómalía, Súdan, Tógó, Tsjad, Tyrkland og Túnis.
Máritanía Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira