Birgitta biður Jón afsökunar hafi orð hennar sært hann Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2015 08:02 Jón Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir. Vísir/Anton/Valli Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist í Facebook-færslu biðja Jón Gunnarsson, formann atvinnuveganefndar þingsins, innilegrar afsökunar ef orð hennar hafi sært eða meitt hann. Hún ítrekaði þó skoðun sína að hann yrði maður með meiri ef hann bæði Björk Guðmundsdóttur opinberlega afsökunar á orðum sem hann lét falla um hana. Birgitta greindi frá því á Facebook og í þingsal í gær að hún hefði nánast hafa þurft á áfallahjálp að halda vegna dónaskapar Jóns á meðan hún sat við hliðina á honum á síðasta þingi. „Eins og forseta er kunnugt sem og mjög mörgum þingmönnum sem ég talaði við, og meðal annars skrifstofustjóri þingsins líka, þá leið mér mjög illa þegar ég sat við hliðina á Jóni Gunnarssyni og gerði allt sem ég gat til að fá að vera flutt. Mig langaði oft ekki í vinnuna því mér leið svo illa við hliðina á þessum manni svo að það sé sagt og það vita margir,“ sagði hún. Jón fór fram á að það við upphaf þingfundar í gærmorgun að forsætisnefnd þingsins myndi rannsaka ummæli Birgittu.Margir hafa það meira skítt Í Facebook-færslu Birgittu frá því í morgun segist hún vilja svo koma eftirfarandi á framfæri: „Ég bað ítrekað um að fá að skipta um sæti á síðasta þingvetri og það vita allir hjá yfirstjórn þingsins vegna þess hvernig Jón hagaði sér gagnvart mér, stöðugt að skjóta í mann ónotum án nokkurs tilefnis. Það hefur nákvæmlega ekki neitt með pólitík að gera. Ég er með þykkan skráp og allt það, en ófyrirséð og stöðugt áreiti er þungbært þegar maður er fastur við hliðina á einhverjum í margra klukkutíma atkvæðagreiðslum. En mér er enginn vorkun, það hafa það margir miklu meira skítt en ég og þetta mál snýst ekki um mig heldur þær dylgjur sem þingmaðurinn viðhafði gagnvart Björk sem hann hefur ekki sýnt neina tilburði til að biðjast afsökunar á.“Mikilvægari hlutir sem þarf að ræða Sjálf segist hún hins vegar tilbúin að biðja Jón afsökunar ef hún hafi móðgað hann eða sært. „Hann væri maður með meiri ef hann bæði Björk Guðmundsdóttur opinberlega afsökunar. Jón Gunnarsson hér með bið ég þig innilegrar afsökunar á mínum hlut og ef orð mín hafa sært eða meitt þig. Ég ætla ekki með þetta inn í þingsal eins og þú gerðir í gær enda aðrir og mikilvægari hlutir sem þar þarf að ræða um,“ segir Birgitta í færslunni. Tengdar fréttir „Mig langaði oft ekki í vinnuna því mér leið svo illa við hliðina á þessum manni“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tókust á á þingi í morgun en sá síðarnefndi fór tvívegis fram á að forsætisnefnd rannsakaði ummæli Píratans. 15. desember 2015 11:25 Andri Snær skýtur föstum skotum á Jón Andri Snær segir að Jón Gunnarsson og vinir hans noti níðyrðið "eitthvað annað“ um heila iðnbyltingu sem hafi farið framhjá þeim. 15. desember 2015 08:06 Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk „Svona gerir maður ekki“ 14. desember 2015 10:15 Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist í Facebook-færslu biðja Jón Gunnarsson, formann atvinnuveganefndar þingsins, innilegrar afsökunar ef orð hennar hafi sært eða meitt hann. Hún ítrekaði þó skoðun sína að hann yrði maður með meiri ef hann bæði Björk Guðmundsdóttur opinberlega afsökunar á orðum sem hann lét falla um hana. Birgitta greindi frá því á Facebook og í þingsal í gær að hún hefði nánast hafa þurft á áfallahjálp að halda vegna dónaskapar Jóns á meðan hún sat við hliðina á honum á síðasta þingi. „Eins og forseta er kunnugt sem og mjög mörgum þingmönnum sem ég talaði við, og meðal annars skrifstofustjóri þingsins líka, þá leið mér mjög illa þegar ég sat við hliðina á Jóni Gunnarssyni og gerði allt sem ég gat til að fá að vera flutt. Mig langaði oft ekki í vinnuna því mér leið svo illa við hliðina á þessum manni svo að það sé sagt og það vita margir,“ sagði hún. Jón fór fram á að það við upphaf þingfundar í gærmorgun að forsætisnefnd þingsins myndi rannsaka ummæli Birgittu.Margir hafa það meira skítt Í Facebook-færslu Birgittu frá því í morgun segist hún vilja svo koma eftirfarandi á framfæri: „Ég bað ítrekað um að fá að skipta um sæti á síðasta þingvetri og það vita allir hjá yfirstjórn þingsins vegna þess hvernig Jón hagaði sér gagnvart mér, stöðugt að skjóta í mann ónotum án nokkurs tilefnis. Það hefur nákvæmlega ekki neitt með pólitík að gera. Ég er með þykkan skráp og allt það, en ófyrirséð og stöðugt áreiti er þungbært þegar maður er fastur við hliðina á einhverjum í margra klukkutíma atkvæðagreiðslum. En mér er enginn vorkun, það hafa það margir miklu meira skítt en ég og þetta mál snýst ekki um mig heldur þær dylgjur sem þingmaðurinn viðhafði gagnvart Björk sem hann hefur ekki sýnt neina tilburði til að biðjast afsökunar á.“Mikilvægari hlutir sem þarf að ræða Sjálf segist hún hins vegar tilbúin að biðja Jón afsökunar ef hún hafi móðgað hann eða sært. „Hann væri maður með meiri ef hann bæði Björk Guðmundsdóttur opinberlega afsökunar. Jón Gunnarsson hér með bið ég þig innilegrar afsökunar á mínum hlut og ef orð mín hafa sært eða meitt þig. Ég ætla ekki með þetta inn í þingsal eins og þú gerðir í gær enda aðrir og mikilvægari hlutir sem þar þarf að ræða um,“ segir Birgitta í færslunni.
Tengdar fréttir „Mig langaði oft ekki í vinnuna því mér leið svo illa við hliðina á þessum manni“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tókust á á þingi í morgun en sá síðarnefndi fór tvívegis fram á að forsætisnefnd rannsakaði ummæli Píratans. 15. desember 2015 11:25 Andri Snær skýtur föstum skotum á Jón Andri Snær segir að Jón Gunnarsson og vinir hans noti níðyrðið "eitthvað annað“ um heila iðnbyltingu sem hafi farið framhjá þeim. 15. desember 2015 08:06 Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk „Svona gerir maður ekki“ 14. desember 2015 10:15 Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Mig langaði oft ekki í vinnuna því mér leið svo illa við hliðina á þessum manni“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tókust á á þingi í morgun en sá síðarnefndi fór tvívegis fram á að forsætisnefnd rannsakaði ummæli Píratans. 15. desember 2015 11:25
Andri Snær skýtur föstum skotum á Jón Andri Snær segir að Jón Gunnarsson og vinir hans noti níðyrðið "eitthvað annað“ um heila iðnbyltingu sem hafi farið framhjá þeim. 15. desember 2015 08:06
Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk „Svona gerir maður ekki“ 14. desember 2015 10:15
Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15