Svipta loks hulunni af Verkfærum Guðrún Ansnes skrifar 17. desember 2015 11:00 Orri Finnbogason og Helga Friðriksdóttir eru býsna sátt með afrekið, sem loks er komið úr kollinum og út í kosmósið. Vísir/Stefán „Þessi hugmynd var alltaf að koma aftur og aftur upp, eins og stundum gerist í svona hönnunar- og hugmyndaferli, nema hvað að þessi hélt alltaf áfram að skjóta upp kollinum,“ segir Helga Friðriksdóttir, annar hluti tvíeykisins sem myndar Orrifinn Skartgripi, en Verkfæri, fjórða lína þessa vinsæla skartgripamerkis, verður dregin fram í dagsljósið á morgun. „Í fyrra átti seinasta línan okkar, Flétta, hug okkar allan og því ýttum við verkfærunum alltaf til hliðar,“ útskýrir Helga sem segir kornið sem fyllt hafi mælinn hafa verið ævagömul skæri sem Helga hnaut um þegar hún og Orri, voru fyrir vestan að gera upp gamalt hús. „Ég fann þessi eldgömlu hárskeraskæri, sem voru brotin, ryðguð og svo ótrúlega falleg. Ég fór rakleiðis til Orra með þau, og sagði við hann að þetta væri ekkert annað en tákn um að láta loks verða af því að sinna þessari hugmynd.“Verkfæri eru ekki einskorðuð við hamar og skrúfjárn líkt og Helga bendir á. Hér sjást skartgripir úr línunni, sem fer í sölu á morgun.Vísir/Stefán Úr varð að þau Orri fóru að spekúlera mikið og velta fyrir sér verkfærum en vildu hugsa út fyrir rammann og endurhugsa formfasta hugtakið verkfæri aðeins. „Flestir hugsa um hamar eða skrúfjárn þegar talað er um verkfæri, en þau eru svo mörg önnur og eiga sér öll sín sérstöku hlutverk. Við tókum fyrir rakhníf, exi og skæri – sem eru öll með svo falleg form og blekpenna, því þótt það gleymist stundum er penninn verkfæri og í ofanálag beittasta vopnið,“ bendir Helga á. Fimmta verkfærið sem varð fyrir valinu var lykill; „Hann er svo fallegt og rómantískt verkfæri og mjög táknrænn.“ Vekur athygli að sum Verkfæranna hafa verið skreytt djúprauðum, dropalaga steinum sem eiga að endurspegla blóð. „Þegar við vorum að velta fyrir okkur boðskap línunnar og hvað við vildum að hún stæði fyrir kom verkalýðsbarátta fyrst upp í hugann. Það hvernig forverar okkar hafa byggt þetta land með berum höndum. Línan er þannig á vissan hátt til heiðurs verkafólkinu og óður til hversdagshetjunnar sem leggur sitt af mörkum með verkfærið að vopni. Það er hægt að minnast blóðs, svita og tára forvera okkar og finna sinn eigin styrk með skartgripi úr Verkfæri,“ segir Helga, sem er í óðaönn við að undirbúa útgáfuhóf línunnar sem fram fer á morgun milli 17.00 og 20.00 í nýrri verslun Orrifinn Skartgripa að Skólavörðustíg 17a. Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira
„Þessi hugmynd var alltaf að koma aftur og aftur upp, eins og stundum gerist í svona hönnunar- og hugmyndaferli, nema hvað að þessi hélt alltaf áfram að skjóta upp kollinum,“ segir Helga Friðriksdóttir, annar hluti tvíeykisins sem myndar Orrifinn Skartgripi, en Verkfæri, fjórða lína þessa vinsæla skartgripamerkis, verður dregin fram í dagsljósið á morgun. „Í fyrra átti seinasta línan okkar, Flétta, hug okkar allan og því ýttum við verkfærunum alltaf til hliðar,“ útskýrir Helga sem segir kornið sem fyllt hafi mælinn hafa verið ævagömul skæri sem Helga hnaut um þegar hún og Orri, voru fyrir vestan að gera upp gamalt hús. „Ég fann þessi eldgömlu hárskeraskæri, sem voru brotin, ryðguð og svo ótrúlega falleg. Ég fór rakleiðis til Orra með þau, og sagði við hann að þetta væri ekkert annað en tákn um að láta loks verða af því að sinna þessari hugmynd.“Verkfæri eru ekki einskorðuð við hamar og skrúfjárn líkt og Helga bendir á. Hér sjást skartgripir úr línunni, sem fer í sölu á morgun.Vísir/Stefán Úr varð að þau Orri fóru að spekúlera mikið og velta fyrir sér verkfærum en vildu hugsa út fyrir rammann og endurhugsa formfasta hugtakið verkfæri aðeins. „Flestir hugsa um hamar eða skrúfjárn þegar talað er um verkfæri, en þau eru svo mörg önnur og eiga sér öll sín sérstöku hlutverk. Við tókum fyrir rakhníf, exi og skæri – sem eru öll með svo falleg form og blekpenna, því þótt það gleymist stundum er penninn verkfæri og í ofanálag beittasta vopnið,“ bendir Helga á. Fimmta verkfærið sem varð fyrir valinu var lykill; „Hann er svo fallegt og rómantískt verkfæri og mjög táknrænn.“ Vekur athygli að sum Verkfæranna hafa verið skreytt djúprauðum, dropalaga steinum sem eiga að endurspegla blóð. „Þegar við vorum að velta fyrir okkur boðskap línunnar og hvað við vildum að hún stæði fyrir kom verkalýðsbarátta fyrst upp í hugann. Það hvernig forverar okkar hafa byggt þetta land með berum höndum. Línan er þannig á vissan hátt til heiðurs verkafólkinu og óður til hversdagshetjunnar sem leggur sitt af mörkum með verkfærið að vopni. Það er hægt að minnast blóðs, svita og tára forvera okkar og finna sinn eigin styrk með skartgripi úr Verkfæri,“ segir Helga, sem er í óðaönn við að undirbúa útgáfuhóf línunnar sem fram fer á morgun milli 17.00 og 20.00 í nýrri verslun Orrifinn Skartgripa að Skólavörðustíg 17a.
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira