Wambach: Ég sá þig og fór að gráta | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2015 23:15 Abby Wambach ræðir við vinkonu sína og fyrrverandi samherja í landsliðinu, Julie Foudy. mynd/skjáskot Abby Wambach kvaddi bandaríska landsliðið í fótbolta eftir glæstan 14 ára feril í nótt þegar hún fékk heiðursskiptingu í kveðjuleiknum gegn Kína. Wambach, sem skoraði 184 landsliðsmörk í 255 leikjum, fann ekki netmöskvana í lokaleiknum þrátt fyrir mikla hjálp frá liðsfélögum sínum.Sjá einnig:Kveðjustund hjá engri venjulegri knattspyrnukonu „Liðsfélagar mínir voru augljóslega að reyna að láta mig fá boltann en það er orðið frekar langt síðan ég var aðalstjarnan í liðinu. Ég elska samt liðsfélaga mína fyrir að reyna. Þessi leikur snerist ekki um úrslitin,“ sagði Wambach í viðtali við Julie Foudy, fyrrverandi landsliðsmann Bandaríkjanna, sem starfar í dag sem fótboltaspekingur hjá ESPN. Wambach var tekin af velli á 70. mínútu og tóku þá við mikil fagnaðarlæti og faðmlög sem Wambach komst ágætlega í gegnum. Tilfinningarnar brustu svo út þegar inn í búningsklefa var komið.Abby Wambach með kveðjuræðuna í gær.vísir/gettyTáraflóð inn í klefa „Þetta var erfitt því maður verður að faðma alla liðsfélaga sína og þetta er bara of yfirþyrmandi. Ég er fegin að ég náði að halda andliti fyrir framan fólkið en þú sást mig baksviðs í búningsklefanum þar sem ég grét hraustlega,“ sagði Wambach en hvað orsakaði táraflóðið? „Ef ég á að vera heiðarleg? Ég sá þig,“ sagði Wambach við Foudy og barðist við tárin, en Julie Foudy var búin að vera fjórtán ár í bandaríska landsliðinu þegar Wambach mætti til leiks árið 2001. „Ég veit að Mia [Hamm] er hérna líka og þið allar. Ég var ein í búningsklefanum. Það er svo mikið af fólki hérna sem ég elska og hef fengið tækifæri til að þroskast með í gegnum lífið.“ „Þú varst ein af þeim fyrstu sem sýndi mér veginn og ég vona að ég hafi staðið mig nógu vel þannig næsta kynslóð haldi áfram að vinna. Það er það eina sem skiptir máli. Þetta lið á að vinna og ekki bara leiki heldur titla,“ sagði Wambach.Julie Foudy fagnar marki Abby Wambach á Ólympíuleikunum 2004.vísir/gettyByrjuð að breyta heiminum Sjálf átti Foudy erfitt með sig eftir hólið frá Wambach og sagði: „Þú átt ekki að láta mig fara að gráta í viðtalinu.“ Hin eiturhressa Wambach svaraði um hæl: „Þú ert að spyrja fjandans spurninganna.“ Wambach er mikil baráttukona og jafnréttissinni og hefur lengi talað fyrir jafnrétti innan fótboltans. Nú hefur hún sett markið hærra og ætlar að berjast fyrir jafnrétti í öllu. „Ég er nú þegar byrjuð. Ég er svo spennt fyrir því að tækla næstu áskorun og ég mun ekki hætta fyrr en jafnrétti gildir allstaðar í öllum greinum. Ég veit þetta er stórt markmið en ég er ekki hrædd,“ sagði Wambach. Allt viðtalið má sjá með því að smella hér. Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Abby Wambach kvaddi bandaríska landsliðið í fótbolta eftir glæstan 14 ára feril í nótt þegar hún fékk heiðursskiptingu í kveðjuleiknum gegn Kína. Wambach, sem skoraði 184 landsliðsmörk í 255 leikjum, fann ekki netmöskvana í lokaleiknum þrátt fyrir mikla hjálp frá liðsfélögum sínum.Sjá einnig:Kveðjustund hjá engri venjulegri knattspyrnukonu „Liðsfélagar mínir voru augljóslega að reyna að láta mig fá boltann en það er orðið frekar langt síðan ég var aðalstjarnan í liðinu. Ég elska samt liðsfélaga mína fyrir að reyna. Þessi leikur snerist ekki um úrslitin,“ sagði Wambach í viðtali við Julie Foudy, fyrrverandi landsliðsmann Bandaríkjanna, sem starfar í dag sem fótboltaspekingur hjá ESPN. Wambach var tekin af velli á 70. mínútu og tóku þá við mikil fagnaðarlæti og faðmlög sem Wambach komst ágætlega í gegnum. Tilfinningarnar brustu svo út þegar inn í búningsklefa var komið.Abby Wambach með kveðjuræðuna í gær.vísir/gettyTáraflóð inn í klefa „Þetta var erfitt því maður verður að faðma alla liðsfélaga sína og þetta er bara of yfirþyrmandi. Ég er fegin að ég náði að halda andliti fyrir framan fólkið en þú sást mig baksviðs í búningsklefanum þar sem ég grét hraustlega,“ sagði Wambach en hvað orsakaði táraflóðið? „Ef ég á að vera heiðarleg? Ég sá þig,“ sagði Wambach við Foudy og barðist við tárin, en Julie Foudy var búin að vera fjórtán ár í bandaríska landsliðinu þegar Wambach mætti til leiks árið 2001. „Ég veit að Mia [Hamm] er hérna líka og þið allar. Ég var ein í búningsklefanum. Það er svo mikið af fólki hérna sem ég elska og hef fengið tækifæri til að þroskast með í gegnum lífið.“ „Þú varst ein af þeim fyrstu sem sýndi mér veginn og ég vona að ég hafi staðið mig nógu vel þannig næsta kynslóð haldi áfram að vinna. Það er það eina sem skiptir máli. Þetta lið á að vinna og ekki bara leiki heldur titla,“ sagði Wambach.Julie Foudy fagnar marki Abby Wambach á Ólympíuleikunum 2004.vísir/gettyByrjuð að breyta heiminum Sjálf átti Foudy erfitt með sig eftir hólið frá Wambach og sagði: „Þú átt ekki að láta mig fara að gráta í viðtalinu.“ Hin eiturhressa Wambach svaraði um hæl: „Þú ert að spyrja fjandans spurninganna.“ Wambach er mikil baráttukona og jafnréttissinni og hefur lengi talað fyrir jafnrétti innan fótboltans. Nú hefur hún sett markið hærra og ætlar að berjast fyrir jafnrétti í öllu. „Ég er nú þegar byrjuð. Ég er svo spennt fyrir því að tækla næstu áskorun og ég mun ekki hætta fyrr en jafnrétti gildir allstaðar í öllum greinum. Ég veit þetta er stórt markmið en ég er ekki hrædd,“ sagði Wambach. Allt viðtalið má sjá með því að smella hér.
Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira