Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var allt annað en sáttur með leik sinna manna eftir tapið gegn Norwich í dag. Liðið tapaði 2-1 á heimavelli og var þetta fyrsta tap United á Old Trafford á tímabilinu
„Maður sér greinilega hvað sjálfstraust leikmanna skiptir miklu máli,“ sagði hann eftir leikinn.
„Núna þarf liðið að standa saman, en þetta var ekki nægilega góð frammistaða í dag, við eigum að vinna lið eins og Norwich og við vitum það.“
Aðspurður hvort hann væri farinn að finna fyrir aukinni pressu svaraði hann:
„Svona er bara fótboltaheimurinn. Við höfum núna tapað þremur leikjum í röð og hlutirnir eru einfaldlega ekki að falla með okkur. Það er ekki mitt að ákveða hvort ég verði áfram með liðið, við þurfum bara að sjá til.“
