Dæmi um uppsagnir vegna of hás tryggingagjalds Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2015 13:24 Þrjú hundruð og níu fyrirtæki skora á fjárlaganefnd Alþingis og ríkisstjórn að lækka tryggingagjaldið á næsta ári. Síðast fundur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga fer fram á Alþingi á morgun. Tryggingagjaldið er 7,5 prósent í dag og hafa bæði forseti Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins skorað á ríkisstjórnina að standa við fyrirheit sín í tengslum við gerð SALEK samkomulagsins svo kallaða um lækkun gjaldsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum Stöðvar tvö á föstudag að lækkun gjaldsins væri forsenda þess að atvinnurekendur gætu staðið að leiðréttingu launa samkvæmt SALEK samkomulaginu. En verði ekki að því verða allir kjarasamnngar á almennum markaði lausir í febrúar samkvæmt ákvæðum kjarasamninganna. Bæði Þorsteinn og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ telja að þá muni reynast mjög erfitt að ná samkomulagi um leiðréttingu launa og minnir Gylfi á að í febrúar yrði friðarskylda verkalýðshreyfingarinnar runnin út og því gæti allt logað í verkföllum eftir áramótin, haldi SALEK samkomulagið ekki. Samtök atvinnulífsins telja nauðsynlegt að tryggingagjaldið lækki úr 7,5 prósentum í 5 prósent í tveimur áföngum. Það þyrfti því að lækka gjaldið um 1,25 prósent í fjárlögum næsta árs. Það myndi kosta ríkissjóð á bilinu 13 til 14 milljarða króna. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunarog þjónustu segir tryggingagjaldið mjög afgerandi kostnaðarþáttur í í rekstri fyrirtækja, ekki síst innan verslunar og þjónustu. „Ég get nefnt mýmörg dæmi um það úr fortíðinni frá hruni að fyrirtæki hafa þurft að segja upp starfsmönnum til að mæta þeim kostnaði sem hækkun tryggingagjaldsins hefur haft í för með sér,“ segir Andrés. Þannig að það hefur snúist upp í andhverfu sína? „Að mínu mati já,“ segir Andrés. Tryggingagjaldið var hækkað í tíð síðustu ríkisstjórnar til að standa undir greiðslum vegna aukins atvinnuleysis eftir efnahagshrunið og var það gert í samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins sem tímabundin aðgerð. Atvinnuleysið er nú um 3 prósent en var 8-9 prósent þegar tryggingagjaldið var hækkað. Þau sex samtök atvinnulífsins sem birta áskorun til stjórnvalda í dagblöðunum í dag um lækkun gjaldsins, telja að atvinnulífið sé að greiða um 20 til 25 milljörðum króna hærra tryggingagjald en það ætti að vera miðað við fjölda atvinnulausra. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Þrjú hundruð og níu fyrirtæki skora á fjárlaganefnd Alþingis og ríkisstjórn að lækka tryggingagjaldið á næsta ári. Síðast fundur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga fer fram á Alþingi á morgun. Tryggingagjaldið er 7,5 prósent í dag og hafa bæði forseti Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins skorað á ríkisstjórnina að standa við fyrirheit sín í tengslum við gerð SALEK samkomulagsins svo kallaða um lækkun gjaldsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum Stöðvar tvö á föstudag að lækkun gjaldsins væri forsenda þess að atvinnurekendur gætu staðið að leiðréttingu launa samkvæmt SALEK samkomulaginu. En verði ekki að því verða allir kjarasamnngar á almennum markaði lausir í febrúar samkvæmt ákvæðum kjarasamninganna. Bæði Þorsteinn og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ telja að þá muni reynast mjög erfitt að ná samkomulagi um leiðréttingu launa og minnir Gylfi á að í febrúar yrði friðarskylda verkalýðshreyfingarinnar runnin út og því gæti allt logað í verkföllum eftir áramótin, haldi SALEK samkomulagið ekki. Samtök atvinnulífsins telja nauðsynlegt að tryggingagjaldið lækki úr 7,5 prósentum í 5 prósent í tveimur áföngum. Það þyrfti því að lækka gjaldið um 1,25 prósent í fjárlögum næsta árs. Það myndi kosta ríkissjóð á bilinu 13 til 14 milljarða króna. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunarog þjónustu segir tryggingagjaldið mjög afgerandi kostnaðarþáttur í í rekstri fyrirtækja, ekki síst innan verslunar og þjónustu. „Ég get nefnt mýmörg dæmi um það úr fortíðinni frá hruni að fyrirtæki hafa þurft að segja upp starfsmönnum til að mæta þeim kostnaði sem hækkun tryggingagjaldsins hefur haft í för með sér,“ segir Andrés. Þannig að það hefur snúist upp í andhverfu sína? „Að mínu mati já,“ segir Andrés. Tryggingagjaldið var hækkað í tíð síðustu ríkisstjórnar til að standa undir greiðslum vegna aukins atvinnuleysis eftir efnahagshrunið og var það gert í samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins sem tímabundin aðgerð. Atvinnuleysið er nú um 3 prósent en var 8-9 prósent þegar tryggingagjaldið var hækkað. Þau sex samtök atvinnulífsins sem birta áskorun til stjórnvalda í dagblöðunum í dag um lækkun gjaldsins, telja að atvinnulífið sé að greiða um 20 til 25 milljörðum króna hærra tryggingagjald en það ætti að vera miðað við fjölda atvinnulausra.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira