Arion banki synjar Pírötum um að opna bankareikning Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 2. desember 2015 07:00 Varaformaður Pírata í Borgarbyggð segist hafa áhyggjur af því að Arionbanki skerði borgararéttindi heimilislausra með því að synja þeim um bankareikninga. Fréttablaðið/Stefán Arion banki í Borgarbyggð hefur synjað aðildarfélagi Pírata þar í bæ um að stofna bankareikning. Að sögn Ágústs S. Beaumont, varaformanns félagsins, er það stjórnarseta hans í stjórnmálasamtökunum sem bankinn setur fyrir sig sem rök fyrir synjuninni. „Við höfum verið að vinna í því að stofna bankareikning og það hefur gengið alveg ofboðslega hægt,“ segir Ágúst en eftir um þriggja vikna bið synjaði bankinn loks félaginu. „Þeir segja að ég þurfi að segja af mér og einhver annar koma inn í staðinn.“ Upphaflega hafi bankinn borið fyrir sig grun um hugsanlegt peningaþvætti en þegar nánar var grennslast fyrir um það var vandamálið lögheimilisskráning Ágústs. Aðstæðna sinna vegna dvelur hann í sumarhúsi í Borgarbyggð. „Lögheimilisskráningin kallast „óstaðsettur í hús“ og sú skráning er yfirleitt notuð fyrir fólk sem á ekki hús eða býr á götunni,“ segir hann.Ágúst S. BeaumontÁgúst lenti í alvarlegri líkamsárás þegar hann bjó erlendis fyrir nokkrum árum og hefur því verið í endurhæfingu undanfarin ár og þyggur bætur frá Tryggingastofnun. „Hins vegar notar Tryggingastofnun þetta fyrir þá sem eru heimilislausir. Þeir vildu að ég notaði þessa skráningu af því að þeir vildu ekki greiða mér fullar bætur.“ Ágúst segir bankann setja þá skráningu fyrir sig. Hann hafi ráðfært sig við lögfræðing hjá Þjóðskrá sem hafi sagt honum að hans lögheimilisskráning væri jafn rétthá og hver önnur skráning. „Og þetta er skerðing á borgararéttindum og hugsanlega brot á stjórnarskránni því að allir þegnar eiga rétt á að fá að taka þátt í stjórnmálastarfsemi,“ segir Ágúst sem kveðst telja það alvarlegt ef fólk á borð við útigangsfólk sé gert að annars flokks borgurum með þessum hætti. Arion banki tjáir sig ekki um einstaka mál en samkvæmt upplýsingum frá bankanum eru gerðar ítarlegar kröfur um að fjármálastofnanir þekki sína viðskiptavini. Til að mynda til að koma í veg fyrir peningaþvætti og þvíumlíkt. Afla þarf oft ítarlegra upplýsinga þegar stofnað er til viðskipta. Bankinn er með reglur er snúa að félagasamtökum. Þá þarf upplýsingar um stjórnarmenn og þar á meðal lögheimilisskráningu. Þó er hægt í sérstökum tilfellum að skoða viðkomandi mál og veita undanþágu frá þeirri reglu. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira
Arion banki í Borgarbyggð hefur synjað aðildarfélagi Pírata þar í bæ um að stofna bankareikning. Að sögn Ágústs S. Beaumont, varaformanns félagsins, er það stjórnarseta hans í stjórnmálasamtökunum sem bankinn setur fyrir sig sem rök fyrir synjuninni. „Við höfum verið að vinna í því að stofna bankareikning og það hefur gengið alveg ofboðslega hægt,“ segir Ágúst en eftir um þriggja vikna bið synjaði bankinn loks félaginu. „Þeir segja að ég þurfi að segja af mér og einhver annar koma inn í staðinn.“ Upphaflega hafi bankinn borið fyrir sig grun um hugsanlegt peningaþvætti en þegar nánar var grennslast fyrir um það var vandamálið lögheimilisskráning Ágústs. Aðstæðna sinna vegna dvelur hann í sumarhúsi í Borgarbyggð. „Lögheimilisskráningin kallast „óstaðsettur í hús“ og sú skráning er yfirleitt notuð fyrir fólk sem á ekki hús eða býr á götunni,“ segir hann.Ágúst S. BeaumontÁgúst lenti í alvarlegri líkamsárás þegar hann bjó erlendis fyrir nokkrum árum og hefur því verið í endurhæfingu undanfarin ár og þyggur bætur frá Tryggingastofnun. „Hins vegar notar Tryggingastofnun þetta fyrir þá sem eru heimilislausir. Þeir vildu að ég notaði þessa skráningu af því að þeir vildu ekki greiða mér fullar bætur.“ Ágúst segir bankann setja þá skráningu fyrir sig. Hann hafi ráðfært sig við lögfræðing hjá Þjóðskrá sem hafi sagt honum að hans lögheimilisskráning væri jafn rétthá og hver önnur skráning. „Og þetta er skerðing á borgararéttindum og hugsanlega brot á stjórnarskránni því að allir þegnar eiga rétt á að fá að taka þátt í stjórnmálastarfsemi,“ segir Ágúst sem kveðst telja það alvarlegt ef fólk á borð við útigangsfólk sé gert að annars flokks borgurum með þessum hætti. Arion banki tjáir sig ekki um einstaka mál en samkvæmt upplýsingum frá bankanum eru gerðar ítarlegar kröfur um að fjármálastofnanir þekki sína viðskiptavini. Til að mynda til að koma í veg fyrir peningaþvætti og þvíumlíkt. Afla þarf oft ítarlegra upplýsinga þegar stofnað er til viðskipta. Bankinn er með reglur er snúa að félagasamtökum. Þá þarf upplýsingar um stjórnarmenn og þar á meðal lögheimilisskráningu. Þó er hægt í sérstökum tilfellum að skoða viðkomandi mál og veita undanþágu frá þeirri reglu.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira