Túlka ber reglur um vopnaburð lögreglu þröngt Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2015 19:30 Innanríkisráðherra segir enga ákvörðun liggja fyrir um aukin vopnaburð lögreglu umfram það sem verið hafi og túlka beri heimildir hennar til notkunar vopna þröngt. Formaður Samfylkingarinnar segir vopnaburð lögreglu geta aukið á óöryggi almennings og lögreglu. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í dag í ljósi þeirra frétta sem hafa verið af þeim málum að undanförnu. Hann eins og flestir sem tóku til máls, hældi Ólöfu Nordal innanríkisráðherra fyrir hvernig hún hefði almennt haldið á þessum málum meðal annars með birtingu reglna um vopnaburð lögreglu. Gagnsæi væri mikilvægt því aukinn vopnaburður gæti dregið úr öryggi almennings og lögreglu. „Þau geta kallað á harðari heim. Þau geta kallað á harkalegri viðbrögð glæpamanna og það er ekkert gefið um það að við upplifum öll öryggi þegar við sjáum þungvopnaða lögreglumenn,“ sagði Árni Páll. Innanríkisráðherra ítrekaði ákveðin grundvallaratriði í hennar huga. „Almenn löggæsla er vopnlaus í störfum sínum. Það er engin breyting á því. Engin ákvörðun er heldur fyrirliggjandi um aukinn vopnaburð lögreglu. Þetta skiptir máli,“ sagði Ólöf. Þingmenn voru almennt sammála um að styrkja bæri lögregluna eftir milljarða niðurskurð til hennar frá hruni en mikilvægt væri að skýrar reglur sem giltu um vopnaburð hennar, hvort sem væri í bílum eða annars staðar. Innanríkisraðherra sagði lögreglu sett mörk um valdbeitingu í lögreglulögum og reglum útgefnum af ráðherra. Í dag væru skammbyssur í sex bílum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum á landsbyggðinni. „Ekki er þörf á að breyta reglunum á meðan breyttur geymslustaður takmarkast við þann fjölda bifreiða sem nú er. En telji lögregluyfirvöld nauðsynlegt að fjölga þeim bifreiðum þar sem vopn eru geymd í læstum hirslum þannig að ekki sé einungis um sérstök tilfelli að ræða heldur nær því að vera almenn regla mun reyna mjög á gildissvið þessara regla. Enda eru á þeim ytri mörk sem ber að túlka þröngt,“ sagði Ólöf Nordal. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Innanríkisráðherra segir enga ákvörðun liggja fyrir um aukin vopnaburð lögreglu umfram það sem verið hafi og túlka beri heimildir hennar til notkunar vopna þröngt. Formaður Samfylkingarinnar segir vopnaburð lögreglu geta aukið á óöryggi almennings og lögreglu. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í dag í ljósi þeirra frétta sem hafa verið af þeim málum að undanförnu. Hann eins og flestir sem tóku til máls, hældi Ólöfu Nordal innanríkisráðherra fyrir hvernig hún hefði almennt haldið á þessum málum meðal annars með birtingu reglna um vopnaburð lögreglu. Gagnsæi væri mikilvægt því aukinn vopnaburður gæti dregið úr öryggi almennings og lögreglu. „Þau geta kallað á harðari heim. Þau geta kallað á harkalegri viðbrögð glæpamanna og það er ekkert gefið um það að við upplifum öll öryggi þegar við sjáum þungvopnaða lögreglumenn,“ sagði Árni Páll. Innanríkisráðherra ítrekaði ákveðin grundvallaratriði í hennar huga. „Almenn löggæsla er vopnlaus í störfum sínum. Það er engin breyting á því. Engin ákvörðun er heldur fyrirliggjandi um aukinn vopnaburð lögreglu. Þetta skiptir máli,“ sagði Ólöf. Þingmenn voru almennt sammála um að styrkja bæri lögregluna eftir milljarða niðurskurð til hennar frá hruni en mikilvægt væri að skýrar reglur sem giltu um vopnaburð hennar, hvort sem væri í bílum eða annars staðar. Innanríkisraðherra sagði lögreglu sett mörk um valdbeitingu í lögreglulögum og reglum útgefnum af ráðherra. Í dag væru skammbyssur í sex bílum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum á landsbyggðinni. „Ekki er þörf á að breyta reglunum á meðan breyttur geymslustaður takmarkast við þann fjölda bifreiða sem nú er. En telji lögregluyfirvöld nauðsynlegt að fjölga þeim bifreiðum þar sem vopn eru geymd í læstum hirslum þannig að ekki sé einungis um sérstök tilfelli að ræða heldur nær því að vera almenn regla mun reyna mjög á gildissvið þessara regla. Enda eru á þeim ytri mörk sem ber að túlka þröngt,“ sagði Ólöf Nordal.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira