Innlent

Lögmenn óska skýringa

Snærós Sindradóttir skrifar
Framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands segir auðvelt fyrir lögreglu að hafa uppi á lögmönnum til að  verja fanga.
Framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands segir auðvelt fyrir lögreglu að hafa uppi á lögmönnum til að verja fanga. Vísir
„Ég held að það eigi að vera mjög auðvelt fyrir lögregluna að hafa uppi á lögmönnum sem eru tilbúnir að mæta,“ segir Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands. Á mánudag greindi Fréttablaðið frá bréfi Afstöðu, félags fanga, til lögmannafélagsins þar sem fram kom óánægja með þá verjendur sem lögregla skipar sakborningum.

Í fréttinni sagði Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn að menn væru misviljugir til að taka að sér verjendastörf. Bakvaktarlisti félagsins hefði ekki virkað sem skildi.

„Það stenst enga skoðun. Við erum með á annað hundrað lögmenn skráða á þessa bakvakt. Það er biðröð um að komast á vaktina,“ segir Ingimar.

Hann segir Lögmannafélag Íslands hafa í smíðum bréf til lögreglunnar. „Þar er sérstaklega óskað skýringa á því hvers vegna ekki er verið að nota listann. Við höfum svo sem gert það áður, bæði í bréfum og á fundum með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fengið loforð um að þetta fyrirkomulag verði virt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×