Þingmaðurinn sjálfur farið vopnaður í útköll sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. desember 2015 12:54 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir óheppilegt að lögreglumaður sem kom að umferðarslysi í Ljósavatnsskarði á dögunum hafi verið vopnaður. Koma hefði mátt í veg fyrir það með sérstökum vopnakassa í lögreglubílnum, líkt og áætlað er að lögreglumenn fái á næstu dögum. Hann segist sjálfur hafa lent í sambærilegri aðstöðu, oftar en einu sinni, þegar hann starfaði sem lögreglumaður. „Í kringum 11. september var viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli til dæmis hækkað. Þá vorum við oft vopnaðir á flugstöðinni, við vopnaeftirlit, sem krafa var um. Þá vopnuðumst við á lögreglustöð í Keflavík og fórum upp í þetta eftirlit,“ sagði Vilhjálmur í Sprengisandi á Bylgjunni. Oftar en ekki hafi þeim borist útkall og þá ekki gefist tími til að afvopnast. „Við höfðum engan byssuskáp í lögreglubifreiðinni til að setja byssuna í og við höfðum ekki tíma til að fara á lögreglustöðina. Við berum ábyrgð á vopninu og ekki viljum við skila það eftir þar sem því gæti verið stolið. Þetta kom oftar en einu sinni fyrir og þetta var óþægileg staða sem við vildum ekki vera í. En ef við hefðum haft öruggan búnað í bílnum til að geyma vopnið þá hefðum við alltaf afvopnast og sett það þar.“ Vilhjálmur hefur verið ötull talsmaður þess að vopnavæða lögregluna. Hann segir ekki nóg að einungis sérsveitin fái að bera vopn, viðbragðstími hennar sé hægur og að lögregla þurfi að geta tryggt eigið öryggi, svo hún geti tryggt öryggi annarra. „Ég get þulið nokkur dæmi þar sem ég hef sjálfur verið á vettvangi þar sem við höfum fengið tilkynningu um byssuútkall og það er búið að afgreiða málið áður en sérsveitin kemur. En það er ekkert óeðlilegt við það, það er ekki fræðilega hægt að fá hana hraðar á vettvang.“ Þá segir hann vissulega alltaf hættu á mistökum – allir geti gert mistök. „Það eru alltaf einhverjir sem geta misnotað vald sit t eða gert mistök. Góðir menn geta það líka, þannig að hættan er alltaf til staðar. En það er líka hætta á því að eitthvað komi upp. Þess vegna þurfum við að vera tilbúin fyrir þá hættu að þegar eitthvað gerist að við séum við það búin.“ Hlusta má á viðtalið við Vilhjálm í spilaranum hér fyrir neðan, en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lögmaður ræddi málið einnig og voru þau bæði nokkuð sammála um að bæta þyrfti eftirlit með lögreglunni. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir óheppilegt að lögreglumaður sem kom að umferðarslysi í Ljósavatnsskarði á dögunum hafi verið vopnaður. Koma hefði mátt í veg fyrir það með sérstökum vopnakassa í lögreglubílnum, líkt og áætlað er að lögreglumenn fái á næstu dögum. Hann segist sjálfur hafa lent í sambærilegri aðstöðu, oftar en einu sinni, þegar hann starfaði sem lögreglumaður. „Í kringum 11. september var viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli til dæmis hækkað. Þá vorum við oft vopnaðir á flugstöðinni, við vopnaeftirlit, sem krafa var um. Þá vopnuðumst við á lögreglustöð í Keflavík og fórum upp í þetta eftirlit,“ sagði Vilhjálmur í Sprengisandi á Bylgjunni. Oftar en ekki hafi þeim borist útkall og þá ekki gefist tími til að afvopnast. „Við höfðum engan byssuskáp í lögreglubifreiðinni til að setja byssuna í og við höfðum ekki tíma til að fara á lögreglustöðina. Við berum ábyrgð á vopninu og ekki viljum við skila það eftir þar sem því gæti verið stolið. Þetta kom oftar en einu sinni fyrir og þetta var óþægileg staða sem við vildum ekki vera í. En ef við hefðum haft öruggan búnað í bílnum til að geyma vopnið þá hefðum við alltaf afvopnast og sett það þar.“ Vilhjálmur hefur verið ötull talsmaður þess að vopnavæða lögregluna. Hann segir ekki nóg að einungis sérsveitin fái að bera vopn, viðbragðstími hennar sé hægur og að lögregla þurfi að geta tryggt eigið öryggi, svo hún geti tryggt öryggi annarra. „Ég get þulið nokkur dæmi þar sem ég hef sjálfur verið á vettvangi þar sem við höfum fengið tilkynningu um byssuútkall og það er búið að afgreiða málið áður en sérsveitin kemur. En það er ekkert óeðlilegt við það, það er ekki fræðilega hægt að fá hana hraðar á vettvang.“ Þá segir hann vissulega alltaf hættu á mistökum – allir geti gert mistök. „Það eru alltaf einhverjir sem geta misnotað vald sit t eða gert mistök. Góðir menn geta það líka, þannig að hættan er alltaf til staðar. En það er líka hætta á því að eitthvað komi upp. Þess vegna þurfum við að vera tilbúin fyrir þá hættu að þegar eitthvað gerist að við séum við það búin.“ Hlusta má á viðtalið við Vilhjálm í spilaranum hér fyrir neðan, en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lögmaður ræddi málið einnig og voru þau bæði nokkuð sammála um að bæta þyrfti eftirlit með lögreglunni.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira