Innlent

Skammsýni að styðja ekki við námsmenn erlendis

Una Sighvatsdóttir skrifar
Framlag ríkisins til Lánasjóðs íslenskra námsmanna verður lækkað um tæpan hálfan milljarð milli ára, samkvæmt frumvarpi að fjárlögum 2016 sem afgreitt var úr fjárlaganefnd í gær. Í nefndaráliti meirihlutans kemur fram að mestu muni um þennan niðurskurð til að vega upp á móti auknum útgjöldum í aðra málaflokka. Rökstuðningurinn er sá að nýjum lánþegum hafi fækkað.

Samband íslenskra námsmanna erlendis vöruðu nýlega, með grein í Fréttablaðinu, við þeirri þróun að námsmönnum erlendis sem sæki um lán fari fækkandi með hverju ári, sem rekja megi til þess að framfærsla til stúdenta erlendis hefur verið lækkuð tvöár í röð. Hjördís Jónsdóttir framkvæmdastjóri sambandsins segir stúdenta leita leiða til að fjármagna sig öðru vísi ef þeim finnist þeir ekki geta treyst á LÍN. Meðal annars hefur komið fram aðí Danmörku fjölgar íslenskum stúdentum sem þiggja styrk fráþarlendum stjórnvöldum í staðíslenskra lána.

„Við getum eiginlega ekki gert ráð fyrir að 1100 íslenskir námsmenn fái bara styrk frá dönskum yfirvöldum í framtíðinni. Við getum ekki sett það inn í plönin okkar, þó að staðan sé þannig núna, þá getum við ekki haft áhrif á þetta. Þanni að þetta er svolítið óþægileg staða að vera í. Hvað gerist ef það verður lokað fyrir þetta eftir 1-2 ár? Það er búið að skera niður framlög til LÍN, og þá hafa færri tækifæri til að sækja sér nám erlendis. Þannig að já, við höfum áhyggjur af þessu."

Hún segist sakna þess að sjá stjórnvöld taka skýrari afstöðu til mikilvægis framhaldsmenntunar utan landsteinanna. „Manni finnst þetta svolítil skammsýni, að það sé ekki lögð áhersla á akkúrat þennan hluta. Ég held einmitt að við séum að njóta góðs af því í dag hversu margir hafa farið í gegnum tíðina erlendis í tækni, hönnun, listir. Alls þessa sem við njótum góðs af í okkar einangraða samfélagi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×