Innlent

Finnar leggja til laun fyrir borgarana grunnframfærslu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ef tillagan gengur eftir munu allir íbúar Finnlands fá jafnvirði 113 þúsunda íslenskra króna skattfrjálst í hverjum mánuði.
Ef tillagan gengur eftir munu allir íbúar Finnlands fá jafnvirði 113 þúsunda íslenskra króna skattfrjálst í hverjum mánuði. NordicPhotos/Getty
Finnska ríkisstjórnin leggur um þessar mundir drög að innleiðingu grunnframfærslu sem nemur 800 evrum, jafnvirði 113 þúsund íslenskra króna, skattfrjálst til allra í hverjum mánuði. Í staðinn verða allar bætur lagðar niður.

Samkvæmt könnun sem gerð var af finnsku félagstryggingastofnuninni sem fer með málið studdu 69 prósent tillöguna. Samkvæmt Bloomberg nemur kostnaðurinn af þessu á ári 52,2 milljörðum evra, jafnvirði 7.400 milljarða íslenskra króna. Lokatillaga verður ekki kynnt fyrir finnska þinginu fyrr en í nóvember á næsta ári.

Hér hafa þingmenn Pírata lagt fram þingsályktunartillögu um borgaralaun, eða skilyrðislausa grunnframfærslu. Hugmyndin er að leysa almannatryggingakerfið að langmestu af hólmi. Lagt var til að félagsmálaráðherra yrði falið að skipa starfshóp til að kortleggja leiðir til að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu með það að markmiði að styrkja efnahagsleg og félagsleg réttindi fólks og útrýma fátækt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×