Innlent

Sóttu veikan gönguskíðamann á Melrakkasléttu

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var ferjaður á snjósleða í björgunarsveitabíl sem flutti hann til Kópaskers. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Maðurinn var ferjaður á snjósleða í björgunarsveitabíl sem flutti hann til Kópaskers. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir frá Kópaskeri og Raufarhöfn sóttu í morgun veikan gönguskíðamann á Melrakkasléttu.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg kemur fram að maðurinn hafi verið á ferð ásamt fjórum öðrum og þar sem hópurinn hugðist ganga yfir Ísland. Hópurinn lagði upp frá Rifi fyrir nokkrum dögum.

„Ferðin hefur gengið hægt hjá hópnum og í morgun barst beiðni um aðstoð þar sem einn göngumannanna var orðinn veikur.

Maðurinn var ferjaður á snjósleða í björgunarsveitabíl sem flutti hann til Kópaskers.

Aðrir í hópnum eru á leið þangað á gönguskíðum og hyggjast bíða þar af sér það slæma veður sem spáð er í dag og á morgun. Gengur ferðin vel enda veður og færi gott eins og er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×