Innlent

Gæslan og lögreglan njóta mest trausts

Atli Ísleifsson skrifar
76,2 prósent svarenda bera frekar mikið eða mjög mikið traust til Landhelgisgæslunnar.
76,2 prósent svarenda bera frekar mikið eða mjög mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Mynd/Landhelgisgæslan
Almenningur ber mest traust til Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar af helstu stofnunum landsins á sviði réttarfars og dómsmála. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR.

Traust til hæstaréttar, ríkissaksóknara og Landhelgisgæslunnar hefur aukist töluvert frá síðustu mælingu í nóvember 2014, en á sama tíma hefur traust til lögreglunnar dregist saman. Almenningur ber minnst traust til Útlendingastofnunar.

Í frétt á vef MMR kemur fram að af þeim sem tóku afstöðu til einhverrar stofnunar sögðust 76,2 prósent svarenda bera frekar mikið eða mjög mikið traust til Landhelgisgæslunnar og 75 prósent til lögreglunnar. „Um 45,3% þeirra sem tóku afstöðu til einhverrar stofnunar báru frekar lítið eða mjög lítið traust til Útlendingastofnunar og 30,5% til dómskerfisins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×