Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2015 13:59 Hér sést Sæmundur fróði ekki á selnum heldur mara í kafi. Haukur Vagnsson Háskóli Íslands á bátinn Sæmund fróða, annan af þeim bátum sem sukku í Reykjavíkurhöfn í óveðrinu í nótt. Sæmundur fróði var nýttur í kennslu og rannsóknarstörf og var mikilvægt tól sem slíkur. „Þetta er mjög mikið áfall og töluvert tjón fyrir okkur,“ segir Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjunum og umsjónarmaður Sæmundar fróða sem sér mjög á eftir bátnum.Sjá einnig: Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt„Hann var notaður sem rannsóknarbátur til að taka sýni. Við erum búinn að eiga hann frá árinu 2003 og hann var töluvert notaður,“ en fyrir nemendur í sjávarlíffræði við Háskólann var báturinn mikilvægt kennslugagn. „Sem dæmi erum við með rannsóknir á grjótkrabba sem meistaranemar og doktorsnemar hafa verið að taka þátt í. Það var að mestu leyti byggt upp á sýnatökum sem við tókum með hjálp Sæmundar fróða.“Frá Ægisgarði í gær.Vísir/VilhelmEkki hægt að koma í veg fyrir að Sæmundur sykki Halldór Pálmar segir að það sé mikilvægt að fá nýjan bát fyrir kennsluna og rannsóknarstörfin reynist Sæmundur Fróði ónýtur. Reyna á að ná Sæmundi upp í dag eða á morgun. Halldór Pálmar fór sjálfur og festi bátinn eins og hægt var áður en óveðrið skall á en ómögulegt reyndist að koma í veg fyrir að hann sykki. „Ég var í stöðugu sambandi við þá á höfninni í gærkvöldi, slökkviliðið vildi ekki dæla upp úr honum enda var það líklega ekkki hægt. Bryggjan brotnaði og það kom gat á hann að framanverðu, því fór sem fór.“Sjá einnig: Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almenningsHalldór Pálmar er reyndar ekki ókunnugur því að lenda illa í því óviðrum en áður en hann hellti sér í háskólastarfið var hann með trillu í Sandgerði. Hún varð fórnarlamb óveðurins mikla sem rifjað hefur verið upp að undanförnu. „Já, sá bátur brotnaði í höfninni í Sandgerði í óveðrinu 1991. Hann sökk reyndar ekki en það var álíka aftakaveður og í gær og í nótt. Maður hefur því séð eitt og annað í þessu.“ Veður Tengdar fréttir Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Eigandi Storms naut liðsinnis hins almenna borgara við björgun bátsins í nótt. 8. desember 2015 12:15 Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. 8. desember 2015 10:06 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Háskóli Íslands á bátinn Sæmund fróða, annan af þeim bátum sem sukku í Reykjavíkurhöfn í óveðrinu í nótt. Sæmundur fróði var nýttur í kennslu og rannsóknarstörf og var mikilvægt tól sem slíkur. „Þetta er mjög mikið áfall og töluvert tjón fyrir okkur,“ segir Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjunum og umsjónarmaður Sæmundar fróða sem sér mjög á eftir bátnum.Sjá einnig: Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt„Hann var notaður sem rannsóknarbátur til að taka sýni. Við erum búinn að eiga hann frá árinu 2003 og hann var töluvert notaður,“ en fyrir nemendur í sjávarlíffræði við Háskólann var báturinn mikilvægt kennslugagn. „Sem dæmi erum við með rannsóknir á grjótkrabba sem meistaranemar og doktorsnemar hafa verið að taka þátt í. Það var að mestu leyti byggt upp á sýnatökum sem við tókum með hjálp Sæmundar fróða.“Frá Ægisgarði í gær.Vísir/VilhelmEkki hægt að koma í veg fyrir að Sæmundur sykki Halldór Pálmar segir að það sé mikilvægt að fá nýjan bát fyrir kennsluna og rannsóknarstörfin reynist Sæmundur Fróði ónýtur. Reyna á að ná Sæmundi upp í dag eða á morgun. Halldór Pálmar fór sjálfur og festi bátinn eins og hægt var áður en óveðrið skall á en ómögulegt reyndist að koma í veg fyrir að hann sykki. „Ég var í stöðugu sambandi við þá á höfninni í gærkvöldi, slökkviliðið vildi ekki dæla upp úr honum enda var það líklega ekkki hægt. Bryggjan brotnaði og það kom gat á hann að framanverðu, því fór sem fór.“Sjá einnig: Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almenningsHalldór Pálmar er reyndar ekki ókunnugur því að lenda illa í því óviðrum en áður en hann hellti sér í háskólastarfið var hann með trillu í Sandgerði. Hún varð fórnarlamb óveðurins mikla sem rifjað hefur verið upp að undanförnu. „Já, sá bátur brotnaði í höfninni í Sandgerði í óveðrinu 1991. Hann sökk reyndar ekki en það var álíka aftakaveður og í gær og í nótt. Maður hefur því séð eitt og annað í þessu.“
Veður Tengdar fréttir Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Eigandi Storms naut liðsinnis hins almenna borgara við björgun bátsins í nótt. 8. desember 2015 12:15 Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. 8. desember 2015 10:06 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Eigandi Storms naut liðsinnis hins almenna borgara við björgun bátsins í nótt. 8. desember 2015 12:15
Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. 8. desember 2015 10:06