Segja örfáa útvalda lögmenn í náð lögreglu Snærós Sindradóttir skrifar 30. nóvember 2015 07:00 Borið hefur á því að sakborningum finnist verjendur sínir illa undirbúnir fyrir málflutning og gleymi jafnvel mikilvægum atriðum fyrir dómi. Fréttablaðið/Vilhelm „Það eru alltaf að koma upp mál þar sem sakborningar, sérstaklega útlendingar, eru óánægðir með þá verjendur sem lögregla hefur skipað þeim,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Afstaða hefur sent formlegt bréf til Lögmannafélags Íslands þar sem óskað er eftir því að félagið fari fram á að mótaðar verði verklagsreglur um tilnefningu verjenda til handa sakborningum. Verklagið eigi að tryggja að ekki skapist tortryggni um að óeðlileg hagsmunatengsl séu á milli lögreglu og lögmanna. Í bréfinu segir að fangar kvarti yfir því að illa gangi að ná í lögmenn og þeir séu illa undirbúnir fyrir dómsmál. Lögmenn gleymi mikilvægum atriðum í málinu og skorti reynslu af verjendastörfum. Guðmundur Ingi ÞóroddssonÞá segir: „Fangar hafa tekið svo til orða að lögmenn þeirra líti á þá sem „fasta greiðslu“ frá ríkissjóði.“ Lögmannafélag Íslands er með svokallaðan bakvaktarlista sem ætlaður er fyrir lögreglu til að hringa í verjendur. Samkvæmt Afstöðu er þessi listi nær aldrei notaður heldur sér lögregla um að hringja í verjendur sem hún velur sjálf, óski sakborningur ekki eftir einhverjum sérstökum. Afstaða segist í tvígang hafa bent Lögmannafélaginu á að úr þessu þurfi að bæta en án árangurs. „Örfáir útvaldir lögmenn fá meirihluta allra sakamála, ekki síst mjög stórra sakamála, í svo miklum mæli að óeðlileg hagsmunatengsl hljóta að vera fyrir hendi. Félaginu hafa borist ábendingar um að sama gildi að einhverju leyti um réttargæslumenn brotaþola,“ segir í bréfinu. Þá segir í bréfinu að umtalsverðum fjármunum sé með þessu skammtað af hálfu lögreglu til lögmanna. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þetta standi til bóta. „Menn eru misviljugir að taka verjendastörf að sér. Bakvaktarlisti Lögmannafélags Íslands hefur einhvern veginn ekki virkað almennilega og þess vegna styðjast menn minna við hann en þeir ættu að gera,“ segir Friðrik. Hann segir að nú eigi sér stað samræður á milli lögreglunnar og Lögmannafélagsins um að koma bakvaktarlistanum í betra horf, svo listinn sé uppfærður og verjendur séu tilbúnir að sinna útköllum. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
„Það eru alltaf að koma upp mál þar sem sakborningar, sérstaklega útlendingar, eru óánægðir með þá verjendur sem lögregla hefur skipað þeim,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Afstaða hefur sent formlegt bréf til Lögmannafélags Íslands þar sem óskað er eftir því að félagið fari fram á að mótaðar verði verklagsreglur um tilnefningu verjenda til handa sakborningum. Verklagið eigi að tryggja að ekki skapist tortryggni um að óeðlileg hagsmunatengsl séu á milli lögreglu og lögmanna. Í bréfinu segir að fangar kvarti yfir því að illa gangi að ná í lögmenn og þeir séu illa undirbúnir fyrir dómsmál. Lögmenn gleymi mikilvægum atriðum í málinu og skorti reynslu af verjendastörfum. Guðmundur Ingi ÞóroddssonÞá segir: „Fangar hafa tekið svo til orða að lögmenn þeirra líti á þá sem „fasta greiðslu“ frá ríkissjóði.“ Lögmannafélag Íslands er með svokallaðan bakvaktarlista sem ætlaður er fyrir lögreglu til að hringa í verjendur. Samkvæmt Afstöðu er þessi listi nær aldrei notaður heldur sér lögregla um að hringja í verjendur sem hún velur sjálf, óski sakborningur ekki eftir einhverjum sérstökum. Afstaða segist í tvígang hafa bent Lögmannafélaginu á að úr þessu þurfi að bæta en án árangurs. „Örfáir útvaldir lögmenn fá meirihluta allra sakamála, ekki síst mjög stórra sakamála, í svo miklum mæli að óeðlileg hagsmunatengsl hljóta að vera fyrir hendi. Félaginu hafa borist ábendingar um að sama gildi að einhverju leyti um réttargæslumenn brotaþola,“ segir í bréfinu. Þá segir í bréfinu að umtalsverðum fjármunum sé með þessu skammtað af hálfu lögreglu til lögmanna. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þetta standi til bóta. „Menn eru misviljugir að taka verjendastörf að sér. Bakvaktarlisti Lögmannafélags Íslands hefur einhvern veginn ekki virkað almennilega og þess vegna styðjast menn minna við hann en þeir ættu að gera,“ segir Friðrik. Hann segir að nú eigi sér stað samræður á milli lögreglunnar og Lögmannafélagsins um að koma bakvaktarlistanum í betra horf, svo listinn sé uppfærður og verjendur séu tilbúnir að sinna útköllum.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira