Enski boltinn

City ekki refsað eftir kæru Geirs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Samsett mynd/Stefán/Getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun hefur ákveðið að falla frá máli sínu gegn Manchester City og refsa ekki félaginu fyrir hegðun stuðningsmanna þess.

Stuðningsmenn City bauluðu á Meistaradeildarlagið fyrir leik liðsins í keppninni gegn Sevilla í síðasta mánuði. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var eftirlitsmaður UEFA á leiknum og tilkynnti atvikið til sambandsins.

Sjá einnig: Segir Geir gera atlögu að tjáningarfrelsinu

UEFA hóf rannsókn vegna málsins en aganefnd sambandsins ákvað að hætta að sækja málið. Talsmaður UEFA staðfesti það í samtali við enska blaðið Daily Mail.

„Það gilda lög og reglur í knattspyrnunni. Reglur UEFA eru mjög stífar,“ sagði Geir í samtali við Vísi vegna málsins þann 23. október. „Ef brotið er á manni innan teigs þarf dómarinn að dæma víti. Þannig eru lögin. Hann má ekki færa það fyrir utan teig. Menn verða að fara eftir reglum.“

Kæran vakti athygli í enskum fjölmiðlum en bæði Manuel Pellegrini, stjóri City, og Vincent Kompany, fyrirliði, lýstu vanþóknun sinni með kæruna í fjölmiðlum ytra.


Tengdar fréttir

Þessi kæra hjá UEFA er brandari

Vincent Kompany, fyrirliði Man. City, var ekki hrifinn af því að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, skildi hafa kvartað yfir hegðun stuðningsmanna City í Meistaradeildinni á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×