Innlent

Dagbók lögreglu: Ofurölvi og neitaði að borga leigubílinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Önnur líkamsárásin varð í miðbæ Reykjavíkur.
Önnur líkamsárásin varð í miðbæ Reykjavíkur. vísir/ktd
Sautján ára ökumaður var stöðvaður af lögreglu á fjórða tímanum í nótt. Ökumaðurinn ungi reyndist vera ölvaður hann en hafði ekið eftir Bústaðavegi á rúmlega hundrað kílómetra hraða. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var málið tilkynnt til móður ökumannsins og Barnaverndar.

Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem var ofurölvi og neitaði að greiða fargjaldið. Farþeginn, ung kona, var vistuð í fangageymslu sökum ástands.

Tveir menn voru handteknir grunaðir um líkamsárásir. Annar var handtekinn við veitingahús í miðborginni en hinn í Hafnarfirði. Báðir gistu þeir fangageymslur vegna rannsókna lögreglu á árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×