Enski boltinn

United að reyna við Ashley Cole

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ashley Cole.
Ashley Cole. vísir/getty
Forráðamenn Manchester United eru sagðir ætla klófesta bakvörðinn Ashley Cole í janúarglugganum en hann er í dag leikmaður Roma.

Þessi 34 ára leikmaður lék lengi vel með Arsenal og Chelsea og enska landsliðinu. Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, vill fá hann til liðsins til að leysa stöðu vinstri bakvarðar eftir að Luke Shaw fótbrotnaði illa fyrr í vetur.

Hann þekkir ensku deildina vel og gæti reynst United mjög vel. Cole lék 16 leiki fyrir Roma á síðustu leiktíð en hefur ekki komið við sögu hjá félaginu síðan í mars. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×