Enski boltinn

Enn lengist meiðslalistinn hjá Arsenal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Francis Coquelin, leikmaður Arsenal, meiddist í gær.
Francis Coquelin, leikmaður Arsenal, meiddist í gær. vísir/getty
Francis Coquelin, leikmaður Arsenal, gæti verið frá keppni í fjóra mánuði eftir að hafa meiðst á hné í leik liðsins gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Coquelin mun vera með sködduð liðbönd og yfirgaf hann völlinn í gær á hækjum. Atvikið átti sér stað þegar Coquelin fór í tæklingu gegn Claudio Yacob og var að yfirgefa völlinn. Liðið tapaði óvænt 2-1 og mistókst því að komast á toppinn í ensku deildinni.

Ljóst er að Coquelin mun ekki taka þátt í leik Arsenal gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöldið.

Mikil meiðslavandræði eru á liði Arsenal þessa dagana en þeir Jack Wilshere, Danny Welbeck, Tomas Rosicky, Theo Walcott, Aaron Ramsey og Alex Oxlade-Chamberlain voru allir fjarverandi í leiknum gegn West Brom í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×