Geir frjáls maður og kominn til Íslands: „Sé framtíðina mjög bjarta“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2015 10:48 Geir Gunnarsson segir viðtalið sem Sigmar Guðmundsson tók við hann árið 2007 fyrir Kastljós hafa breytt lífi sínu. Eftir viðtalið hefði hann fundið fyrir miklum stuðningi frá Íslandi og ekki fundist hann vera einn. Vísir/RÚV „Ég sé framtíðina mjög bjarta,“ sagði Geir Gunnarsson í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 en Geir losnaði nýverið úr fangelsi í Bandaríkjunum eftir rúm 17 ár vist. Hann var dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás árið 1998 og hlaut fyrir hana tuttugu ára fangelsisvist. Geir er nú kominn heim til Íslands og lýsti því í viðtalinu við Sigmar Guðmundsson, sem var útvarpað í morgun, að þegar hann var dæmdur árið 1998 til 20 ára fangelsisvistar taldi hann lífi sínu lokið. Fangelsisvistin var ömurleg og einkenndist af mikilli hörku þar sem Geir þurfti berjast fyrir lífi sínu og átti alveg eins von á því að deyja í fangelsinu eða að bana einhverjum í sjálfsvörn.Lenti í mörgum slagsmálum í fangelsi „Ég hef lent í mörgum slagsmálum þarna inni. Ég staðsetti sjálfan mig alveg strax með því að kýla fyrsta manninn eins og manni er sagt að gera. Þegar maður kemur inn og reynir eitthvað á þig þá reddarðu því strax. Þá muntu ekki hafa nein vandræði. Í rauninni hafði ég ekki of mörg vandræði þarna inni þú verður alltaf að vera að horfa yfir öxlina á þér og vera viss um að þú sért öruggur,“ sagði Geir við Morgunútvarpið.Sjá einnig: Geir á heimleið eftir 17 ár í fangelsi: Vill hjálpa öðrum sem leiðst hafa út á ranga brautKastljósviðtal hjálpaði mikið Árið 2007 tók Sigmar Guðmundsson viðtal við Geir í fangelsinu í Bandaríkjunum fyrir Kastljós og sagði Geir þetta viðtal hafa breytt miklu fyrir hann því eftir það fann hann að á Íslandi væri fólk sem vildi taka við honum. „Þá vissi ég að hefði fleiri vini með mér, og að ég væri ekki bara að koma heim og væri gleymdur og ég væri ekki gleymdur af fjölskyldu minn. Það hjálpaði mikið að finna fyrir því að ég væri elskaður,“ sagði Geir.Vill biðja fórnarlambið afsökunar Hann sagðist vonast eftir að geta beðið fórnarlamb sitt afsökunar einn daginn. Hann sagði það skipta sig miklu máli að fá að gera það eftir að hafa losnað úr fangelsinu því þá myndi fórnarlambið vita að hann hefði ekkert á því að græða. Hann sagðist hafa gert það við réttarhöld í máli hans en áttaði sig ekki á því hvort fórnarlambið hefði upplifað að afsökun Geirs væri einlæg.Breyttur maður Hann sagðist vera breyttur maður í dag. Áður en hann var dæmdur í fangelsi hafði hann mjög lítið sjálfstraust og fannst hann þurfa að sanna sig. „Ég var ekki nógu sterkur í mínum huga. Ég sagði ekki nei þegar ég átti að segja nei,“ sagði Geir og taldi það ástæðuna fyrir því að hann hefði leiðst inn á þá braut sem kom honum í fangelsi. Í dag veit hann að hann þarf ekki að sýna sig fyrir neinum. „Ég þarf ekki að vera einhver sem ég er ekki.“Guð hjálpaði honum mikið Hann sagðist hafa leitað eftir hjálp guðs þegar hann var í fangelsi. Hann sagði við Sigmar að hann hefði verið trúaður allt sitt líf en hann hefði ekki lifað eins og trúaður maður. Það breyttist fyrir um tíu til tólf árum. Hann hefði upplifað mjög mikla einsemd í fangelsinu. „Ég leitaði til guðs eftir hjálp og hann hjálpaði mér mjög mikið.“Klefafélagar með jafn þunga dóma fyrir morð Geir sagði einnig frá því að hann hefði fengið tvo klefafélaga sem hefðu hlotið jafn þunga dóma og hann fyrir að að myrða konurnar sínar. Geir sagði kerfið í Bandaríkjunum vera óréttlátt en hann hefði ekki hugsað mikið um það því hann vissi að hann þyrfti að borga fyrir sinn glæp. Hins vegar nefndi hann að hver einasti dómari í Bandaríkjunum dæmi á sinn hátt og geta peningar komið mörgum langt. Nefndi hann sem dæmi að margir hefðu efni á góðum lögfræðingum og borgað þannig fyrir vægari dóma.Vonast til að komast í vinnu og stofna fjölskyldu Spurður hvernig hann sæi framtíðina fyrir sér sagðist hann vilja komast í vinnu og lifa venjulegu lífi. „Ég er ekki frjáls maður því ég hef ekki mitt eigið starf, eigin íbúð, bílpróf eða bíl. Þú byrjar ekki að lifa sem fullorðinn maður fyrr en þú byrjar að borga þína eigin reikninga,“ sagði Geir sem vonaðist einnig eftir að því að kynnast konu svo hann eigi möguleika á að stofna fjölskyldu. Hlusta á viðtalið í heild hér. Tengdar fréttir Geir látinn laus á morgun: Enginn Íslendingur fengið jafnþungan dóm Geir hélt lítið kveðjuhóf í dag fyrir hina fangana með veitingum úr sjálfsölum í fangelsinu auk þess sem hinir fangarnir héldu kveðjuhóf fyrir hann í gær. 13. september 2015 21:00 Geir á heimleið eftir 17 ár í fangelsi: Vill hjálpa öðrum sem leiðst hafa út á ranga braut Kristín S. Bjarnadóttir og fjölskylda hennar vinna nú að komu Geirs Gunnarssonar fanga til landsins. 18. mars 2015 12:30 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Sjá meira
„Ég sé framtíðina mjög bjarta,“ sagði Geir Gunnarsson í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 en Geir losnaði nýverið úr fangelsi í Bandaríkjunum eftir rúm 17 ár vist. Hann var dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás árið 1998 og hlaut fyrir hana tuttugu ára fangelsisvist. Geir er nú kominn heim til Íslands og lýsti því í viðtalinu við Sigmar Guðmundsson, sem var útvarpað í morgun, að þegar hann var dæmdur árið 1998 til 20 ára fangelsisvistar taldi hann lífi sínu lokið. Fangelsisvistin var ömurleg og einkenndist af mikilli hörku þar sem Geir þurfti berjast fyrir lífi sínu og átti alveg eins von á því að deyja í fangelsinu eða að bana einhverjum í sjálfsvörn.Lenti í mörgum slagsmálum í fangelsi „Ég hef lent í mörgum slagsmálum þarna inni. Ég staðsetti sjálfan mig alveg strax með því að kýla fyrsta manninn eins og manni er sagt að gera. Þegar maður kemur inn og reynir eitthvað á þig þá reddarðu því strax. Þá muntu ekki hafa nein vandræði. Í rauninni hafði ég ekki of mörg vandræði þarna inni þú verður alltaf að vera að horfa yfir öxlina á þér og vera viss um að þú sért öruggur,“ sagði Geir við Morgunútvarpið.Sjá einnig: Geir á heimleið eftir 17 ár í fangelsi: Vill hjálpa öðrum sem leiðst hafa út á ranga brautKastljósviðtal hjálpaði mikið Árið 2007 tók Sigmar Guðmundsson viðtal við Geir í fangelsinu í Bandaríkjunum fyrir Kastljós og sagði Geir þetta viðtal hafa breytt miklu fyrir hann því eftir það fann hann að á Íslandi væri fólk sem vildi taka við honum. „Þá vissi ég að hefði fleiri vini með mér, og að ég væri ekki bara að koma heim og væri gleymdur og ég væri ekki gleymdur af fjölskyldu minn. Það hjálpaði mikið að finna fyrir því að ég væri elskaður,“ sagði Geir.Vill biðja fórnarlambið afsökunar Hann sagðist vonast eftir að geta beðið fórnarlamb sitt afsökunar einn daginn. Hann sagði það skipta sig miklu máli að fá að gera það eftir að hafa losnað úr fangelsinu því þá myndi fórnarlambið vita að hann hefði ekkert á því að græða. Hann sagðist hafa gert það við réttarhöld í máli hans en áttaði sig ekki á því hvort fórnarlambið hefði upplifað að afsökun Geirs væri einlæg.Breyttur maður Hann sagðist vera breyttur maður í dag. Áður en hann var dæmdur í fangelsi hafði hann mjög lítið sjálfstraust og fannst hann þurfa að sanna sig. „Ég var ekki nógu sterkur í mínum huga. Ég sagði ekki nei þegar ég átti að segja nei,“ sagði Geir og taldi það ástæðuna fyrir því að hann hefði leiðst inn á þá braut sem kom honum í fangelsi. Í dag veit hann að hann þarf ekki að sýna sig fyrir neinum. „Ég þarf ekki að vera einhver sem ég er ekki.“Guð hjálpaði honum mikið Hann sagðist hafa leitað eftir hjálp guðs þegar hann var í fangelsi. Hann sagði við Sigmar að hann hefði verið trúaður allt sitt líf en hann hefði ekki lifað eins og trúaður maður. Það breyttist fyrir um tíu til tólf árum. Hann hefði upplifað mjög mikla einsemd í fangelsinu. „Ég leitaði til guðs eftir hjálp og hann hjálpaði mér mjög mikið.“Klefafélagar með jafn þunga dóma fyrir morð Geir sagði einnig frá því að hann hefði fengið tvo klefafélaga sem hefðu hlotið jafn þunga dóma og hann fyrir að að myrða konurnar sínar. Geir sagði kerfið í Bandaríkjunum vera óréttlátt en hann hefði ekki hugsað mikið um það því hann vissi að hann þyrfti að borga fyrir sinn glæp. Hins vegar nefndi hann að hver einasti dómari í Bandaríkjunum dæmi á sinn hátt og geta peningar komið mörgum langt. Nefndi hann sem dæmi að margir hefðu efni á góðum lögfræðingum og borgað þannig fyrir vægari dóma.Vonast til að komast í vinnu og stofna fjölskyldu Spurður hvernig hann sæi framtíðina fyrir sér sagðist hann vilja komast í vinnu og lifa venjulegu lífi. „Ég er ekki frjáls maður því ég hef ekki mitt eigið starf, eigin íbúð, bílpróf eða bíl. Þú byrjar ekki að lifa sem fullorðinn maður fyrr en þú byrjar að borga þína eigin reikninga,“ sagði Geir sem vonaðist einnig eftir að því að kynnast konu svo hann eigi möguleika á að stofna fjölskyldu. Hlusta á viðtalið í heild hér.
Tengdar fréttir Geir látinn laus á morgun: Enginn Íslendingur fengið jafnþungan dóm Geir hélt lítið kveðjuhóf í dag fyrir hina fangana með veitingum úr sjálfsölum í fangelsinu auk þess sem hinir fangarnir héldu kveðjuhóf fyrir hann í gær. 13. september 2015 21:00 Geir á heimleið eftir 17 ár í fangelsi: Vill hjálpa öðrum sem leiðst hafa út á ranga braut Kristín S. Bjarnadóttir og fjölskylda hennar vinna nú að komu Geirs Gunnarssonar fanga til landsins. 18. mars 2015 12:30 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Sjá meira
Geir látinn laus á morgun: Enginn Íslendingur fengið jafnþungan dóm Geir hélt lítið kveðjuhóf í dag fyrir hina fangana með veitingum úr sjálfsölum í fangelsinu auk þess sem hinir fangarnir héldu kveðjuhóf fyrir hann í gær. 13. september 2015 21:00
Geir á heimleið eftir 17 ár í fangelsi: Vill hjálpa öðrum sem leiðst hafa út á ranga braut Kristín S. Bjarnadóttir og fjölskylda hennar vinna nú að komu Geirs Gunnarssonar fanga til landsins. 18. mars 2015 12:30