Valkyrjan er í uppáhaldi Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 5. nóvember 2015 11:00 Lilja Gunnlaugsdóttir hannar skart, klúta og fleira undir merkinu Skrautmen. Lilja Gunnlaugsdóttir hefur lengi haft gaman af handavinnu. Hún prjónar, heklar, saumar út og saumar föt og gerði meira að segja brúðarkjólinn sinn sjálf. Það var samt ekki fyrr en fyrir tveimur árum að hún áttaði sig á að hún gat unnið við að gera það sem henni þykir skemmtilegast. „Við hjónin fluttum aftur á heimaslóðir í Skagafirði þegar maðurinn minn fékk vinnu hjá Fab Lab hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar geta allir komið inn af götunni og fengið að prófa alls kyns tæki og vélar til þess að búa til það sem þá lystir, þurfa bara að borga efniskostnað sjálfir. Ég fór að prófa mig áfram með leiserskurðarvélar, síðan fór fólk að spyrja hvort það gæti keypt vörurnar sem ég var að gera, þá prófaði ég að setja þær á Facebook og í kjölfarið sprakk allt hjá mér. Þá skildi ég að gæti bara verið að leika mér og það væri vinnan mín.“Græn framleiðslaLilja bæði hannar og framleiðir allar sínar vörur sjálf. Klútarnir eru úr silki og þvottekta laxaroði og er hver þeirra einstakur. Roðið í þá er unnið í sútunarverksmiðju á Sauðárkróki, Sjávarleðri, en silkið kemur frá vinkonu Lilju í Kína. „Þetta er alveg græn framleiðsla hjá mér en ég kaupi allt silkið af gamalli pennavinkonu minni sem býr rétt fyrir utan Hong Kong. Þau eru með lítið fjölskyldufyrirtæki sem er með græna framleiðslu á öllu silki sem þau eru með. Sagan á bak við kynni okkar er þannig að á fermingarárinu mínu hvatti mamma mig til að fá mér pennavin til að æfa mig að skrifa á ensku. Þessi kínverska stelpa auglýsti í Æskunni, ég skrifaði henni og við höfum verið pennavinkonur síðan. Fyrst skrifuðum við á blað, síðan notuðum við tölvupóst, svo Facebook og Skype. Það er svolítið skrítið að eiga vinkonu hinum megin á hnettinum sem ég hef aldrei hitt nema á Skype,“ segir Lilja og brosir.Innblásið af lífinuAðspurð hvað af hönnuninni sé í uppáhaldi nefnir Lilja Valkyrjumenin. „Það er gaman að gera þau og skemmtilegt að fólk kemur oft með beiðnir um sérpantanir í þeim þannig að þá prófa ég aðra liti og samsetningar en ég er vön. Klútarnir eru líka skemmtilegir því þeir eru allir einstakir.“ Innblásturinn að hönnuninni fær Lilja úr lífinu sjálfu. „Ég fæ hugmynd en fatta ekki endilega hvaðan hún kom fyrr en löngu síðar. Allt sem ég geri prófa ég sjálf að nota því stundum er það þannig að maður fær frábæra hugmynd en svo kemur í ljós að hún er ekki góð þegar farið er að nota hana. Þá er oft hægt að laga hana á einfaldan máta og er þá komin betri vara fyrir vikið. Það skiptir mig miklu máli að fólk sé ánægt með það sem það fær frá mér,“ segir Lilja. Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Fleiri fréttir Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Lilja Gunnlaugsdóttir hefur lengi haft gaman af handavinnu. Hún prjónar, heklar, saumar út og saumar föt og gerði meira að segja brúðarkjólinn sinn sjálf. Það var samt ekki fyrr en fyrir tveimur árum að hún áttaði sig á að hún gat unnið við að gera það sem henni þykir skemmtilegast. „Við hjónin fluttum aftur á heimaslóðir í Skagafirði þegar maðurinn minn fékk vinnu hjá Fab Lab hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar geta allir komið inn af götunni og fengið að prófa alls kyns tæki og vélar til þess að búa til það sem þá lystir, þurfa bara að borga efniskostnað sjálfir. Ég fór að prófa mig áfram með leiserskurðarvélar, síðan fór fólk að spyrja hvort það gæti keypt vörurnar sem ég var að gera, þá prófaði ég að setja þær á Facebook og í kjölfarið sprakk allt hjá mér. Þá skildi ég að gæti bara verið að leika mér og það væri vinnan mín.“Græn framleiðslaLilja bæði hannar og framleiðir allar sínar vörur sjálf. Klútarnir eru úr silki og þvottekta laxaroði og er hver þeirra einstakur. Roðið í þá er unnið í sútunarverksmiðju á Sauðárkróki, Sjávarleðri, en silkið kemur frá vinkonu Lilju í Kína. „Þetta er alveg græn framleiðsla hjá mér en ég kaupi allt silkið af gamalli pennavinkonu minni sem býr rétt fyrir utan Hong Kong. Þau eru með lítið fjölskyldufyrirtæki sem er með græna framleiðslu á öllu silki sem þau eru með. Sagan á bak við kynni okkar er þannig að á fermingarárinu mínu hvatti mamma mig til að fá mér pennavin til að æfa mig að skrifa á ensku. Þessi kínverska stelpa auglýsti í Æskunni, ég skrifaði henni og við höfum verið pennavinkonur síðan. Fyrst skrifuðum við á blað, síðan notuðum við tölvupóst, svo Facebook og Skype. Það er svolítið skrítið að eiga vinkonu hinum megin á hnettinum sem ég hef aldrei hitt nema á Skype,“ segir Lilja og brosir.Innblásið af lífinuAðspurð hvað af hönnuninni sé í uppáhaldi nefnir Lilja Valkyrjumenin. „Það er gaman að gera þau og skemmtilegt að fólk kemur oft með beiðnir um sérpantanir í þeim þannig að þá prófa ég aðra liti og samsetningar en ég er vön. Klútarnir eru líka skemmtilegir því þeir eru allir einstakir.“ Innblásturinn að hönnuninni fær Lilja úr lífinu sjálfu. „Ég fæ hugmynd en fatta ekki endilega hvaðan hún kom fyrr en löngu síðar. Allt sem ég geri prófa ég sjálf að nota því stundum er það þannig að maður fær frábæra hugmynd en svo kemur í ljós að hún er ekki góð þegar farið er að nota hana. Þá er oft hægt að laga hana á einfaldan máta og er þá komin betri vara fyrir vikið. Það skiptir mig miklu máli að fólk sé ánægt með það sem það fær frá mér,“ segir Lilja.
Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Fleiri fréttir Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira